
Það er alltaf jafn gaman að koma á veitingastaðinn á 101, sem þær systur Ingibjörg og Lilja Pálmadætur komu svo snilldarlega fyrir milli húsa. Þar stendur nú yfir Food & fun eins og á fleiri veitingastöðum.
Það er sannarlega hægt að mæla með því við áhugafólk um japanskan mat að að leggja leið sína þangað fram til 8. mars, en Diana Carvalho á heiðurinn að fíneríinu. Hún er frá Portúgal, en hefur m.a. unnið á japanska staðnum Araki í London í teymi sem aflaði staðnum þriðju Michelin stjörnunnar.
Fyrir aðeins 8.990 er í boði sex rétta matseðill. Sushi og sashimi eru á sínum stað, en einnig m.a. þorskseyði sem gælir við bragðlaukana og eins konar búðingur með humar og laxi, hreint lostæti. Þetta er matarupplifun.





