Heilsu gotterí
Anna Ólafsdóttir kallar ekki allt ömmu sína „Hver kannast ekki við tilfinninguna eftir kvöldmat að langa í eitthvað pínu sætt, þannig er ég allavegana, já og herrar heimilisins, ég geri oft grín af því að eftir kvöldmat byrjar vörutalningin, þar að segja að kíkja í ísskápinn og eldhússkápana eftir einhverju smá í gogginn.
Gotteríið góða er fullkomið þegar þessi löngun skellur á manni.
það eru örugglega nokkrar Karólínur (kaloríur) í hverjum bita, en það sem er svo gott er að það nægir að fá sér einn.” segir Anna og bætir við að hún geymi „heilsunmmið“ í tveimur boxum, annað í frystinum og svo annað minna í ísskápnum, þá eru alltaf nokkrir molar tilbúnir í munninn 😉
— ANNA ÓLAFS — RICE KRISPIES — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR —
.
Heilsu gotterí
4 b Rice Krispies
2 dl rúsínur
2 dl kasjúhnetur (saxaðar)
1 bolli ristaðar kókosflögur (+1.bolli ofaná að lokum)
1 dl gojiber
1 dl heslihnetur (saxaðar)
1 poki karmellu möndlur frá H-Berg ( skornar í þrennt)
1 dl kókosolía (brædd yfir vatnsbaði með suðusúkkulaðinu)
200 g suðusúkkulaði
1 ½ b hnetusmjör
Blandið saman Rice Krispies, hnetum, möndlum, rúsínum, goiaberjum og kókosflögum í stóra skál.
Bræðið kókosolíu og suðusúkkulaði yfir vatnsbaði blandið hnetusmjöri saman við.
Hellið súkkulaðiblöndunni yfir og hrærið öllu saman.
Setjið í litla ofnskúffu sem þið hafið klætt með bökunarpappír, frystið í tvo klukkutíma takið úr frysti og skerið í hæfilega bita.
Geymið í frysti og takið út og njótið með góðum kaffibolla.
— ANNA ÓLAFS — RICE KRISPIES — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR —
.