Bitið í gaffalinn

bitið í gaffalinn Kurteisi Rannveig Schmidt vinur er sá er til vamms segir vamm

Bitið í gaffalinn

Í bókinni Kurteisi eftir Rannveigu Schmidt, sem kom út fyrir tæplega áttatíu árum, segir að kurteisi eigi að byrja heima. Hún segir grundvöllinn að kurteisi vera óeigingirni og á þar við tillitsemi. Þeir sem hafi vanist á að sýna sínum nánustu kurteisi, segir hún, eiga auðvelt með að umgangast hvern sem er, hvar í heiminum sem er.

Það getur verið hvimleitt að heyra þegar fólk dregur matinn af gafflinum með því að draga hann úr munninum eftir framtönnunum. Það sem við köllum í daglegu tali að bíta í gaffalinn. Hljóðið sem myndast við þetta fer í fínustu taugar margra og angrar aðra. Hafa ber í huga að það gæti verið að þeir sem bíta í gaffalinn hafi ekki hugmynd um það.

Það er ekki gott að ræða bit í gaffla eða annað sem betur má fara meðan á veislu stendur eða á öðrum mannamótum. Slíkar ábendingar við okkar nánustu fara fram í einrúmi, þegar vel stendur á. Auk þess að nefna að bíta ekki í gaffalinn þarf að tala um andremmu, svitalykt, sötur, smjatt og ropa í einrúmi. Vinur er sá er til vamms segir.

KURTEISIRANNVEIG SCHMIDTHNÍFAPÖR

.

Greinin birtist í Morgunblaðinu í mars 2020
bókin Kurteisi Rannveig Schmidt borðsiðir etiquette mannasiðir
Forsíða bókarinnar Kurteisi eftir Rannveigu Schmidt
Rannveig Þorvarðardóttir Schmidt Kurteisi
Rannveig Þorvarðardóttir Schmidt

.

KURTEISIRANNVEIG SCHMIDTHNÍFAPÖR

— BITIÐ Í GAFFALINN —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Páskaeggjasmakkið mikla

Páskaeggjasmakkið mikla. Hingað barst stór kassi af páskaeggjum, í framhaldi auglýsti ég eftir súkkulaðiunnendum á fasbókinni til þess að gæða sér á eggjunum og gefa álit sitt . Ég hefði ekki getað ímyndað mér að það væri svona gaman að smakka páskaegg og skeggræða um þau frá ýmsum sjónarhornum. Allir áttu ljúfar minningar tengdar páskaeggjum og margar sögur flugu um stofuna. Einn hafði útbúið ratleik í bundnu máli fyrir fjölskylduna og annar smakkari lærði af mági sínum að dreypa á rauðvíni með páskaeggjunum. Við tókum smökkunina afar alvarlega þrátt fyrir glensið og gleðina, fórum þá leið að allir smökkuðu, skrifuðu niður áhrif og upplifun, bragðgæði voru metin, innihald og útlit. Rætt var um hvert egg í þaula og að því loknu gaf hver og einn stig frá einu upp í tíu.

Múslí – heimagert og meiriháttar

Múslí. Fjölmargt er hægt að nota til að útbúa sitt eigið múslí, það er bæði auðvelt og skapandi. Hér er uppskrift sem ég hef til hliðsjónar. Ekki láta hugfallast þó eitthvað vanti, það er ekki hundrað í hættunni. Oftast nota ég rúsínur en vel má nota aðra þurrkaða niðursaxaða ávexti eða ber. Þá eykur það fjölbreytnina að blanda saman við tilbúnu góðu múslíi.