Bitið í gaffalinn

bitið í gaffalinn Kurteisi Rannveig Schmidt vinur er sá er til vamms segir vamm

Bitið í gaffalinn

Í bókinni Kurteisi eftir Rannveigu Schmidt, sem kom út fyrir tæplega áttatíu árum, segir að kurteisi eigi að byrja heima. Hún segir grundvöllinn að kurteisi vera óeigingirni og á þar við tillitsemi. Þeir sem hafi vanist á að sýna sínum nánustu kurteisi, segir hún, eiga auðvelt með að umgangast hvern sem er, hvar í heiminum sem er.

Það getur verið hvimleitt að heyra þegar fólk dregur matinn af gafflinum með því að draga hann úr munninum eftir framtönnunum. Það sem við köllum í daglegu tali að bíta í gaffalinn. Hljóðið sem myndast við þetta fer í fínustu taugar margra og angrar aðra. Hafa ber í huga að það gæti verið að þeir sem bíta í gaffalinn hafi ekki hugmynd um það.

Það er ekki gott að ræða bit í gaffla eða annað sem betur má fara meðan á veislu stendur eða á öðrum mannamótum. Slíkar ábendingar við okkar nánustu fara fram í einrúmi, þegar vel stendur á. Auk þess að nefna að bíta ekki í gaffalinn þarf að tala um andremmu, svitalykt, sötur, smjatt og ropa í einrúmi. Vinur er sá er til vamms segir.

KURTEISIRANNVEIG SCHMIDTHNÍFAPÖR

.

Greinin birtist í Morgunblaðinu í mars 2020
bókin Kurteisi Rannveig Schmidt borðsiðir etiquette mannasiðir
Forsíða bókarinnar Kurteisi eftir Rannveigu Schmidt
Rannveig Þorvarðardóttir Schmidt Kurteisi
Rannveig Þorvarðardóttir Schmidt

.

KURTEISIRANNVEIG SCHMIDTHNÍFAPÖR

— BITIÐ Í GAFFALINN —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.