Auglýsing

bitið í gaffalinn Kurteisi Rannveig Schmidt vinur er sá er til vamms segir vamm

Bitið í gaffalinn

Í bókinni Kurteisi eftir Rannveigu Schmidt, sem kom út fyrir tæplega áttatíu árum, segir að kurteisi eigi að byrja heima. Hún segir grundvöllinn að kurteisi vera óeigingirni og á þar við tillitsemi. Þeir sem hafi vanist á að sýna sínum nánustu kurteisi, segir hún, eiga auðvelt með að umgangast hvern sem er, hvar í heiminum sem er.

Það getur verið hvimleitt að heyra þegar fólk dregur matinn af gafflinum með því að draga hann úr munninum eftir framtönnunum. Það sem við köllum í daglegu tali að bíta í gaffalinn. Hljóðið sem myndast við þetta fer í fínustu taugar margra og angrar aðra. Hafa ber í huga að það gæti verið að þeir sem bíta í gaffalinn hafi ekki hugmynd um það.

Það er ekki gott að ræða bit í gaffla eða annað sem betur má fara meðan á veislu stendur eða á öðrum mannamótum. Slíkar ábendingar við okkar nánustu fara fram í einrúmi, þegar vel stendur á. Auk þess að nefna að bíta ekki í gaffalinn þarf að tala um andremmu, svitalykt, sötur, smjatt og ropa í einrúmi. Vinur er sá er til vamms segir.

KURTEISIRANNVEIG SCHMIDTHNÍFAPÖR

.

Greinin birtist í Morgunblaðinu í mars 2020
bókin Kurteisi Rannveig Schmidt borðsiðir etiquette mannasiðir
Forsíða bókarinnar Kurteisi eftir Rannveigu Schmidt
Rannveig Þorvarðardóttir Schmidt Kurteisi
Rannveig Þorvarðardóttir Schmidt

.

KURTEISIRANNVEIG SCHMIDTHNÍFAPÖR

— BITIÐ Í GAFFALINN —

.

Auglýsing