Kartöflusalat með apríkósum

Kartoflusalat Kartöflusalat með apríkósum KARTÖFLUR apríkósur salat með grillmatnum grill
Kartöflusalat með apríkósum sem hentar með flestum mat.

Kartöflusalat með apríkósum

Þetta er afar gott kartöflusalat með apríkósum sem bragðast vel með grillmatnum. Það er tilvalið að útbúa með góðum fyrirvara, sumir eru jú í tímahraki.

.

KARTÖFLUSALÖTKARTÖFLURSALÖTAPRÍKÓSURGRILL

.

Kartöflusalat með apríkósum


1 kg soðnar kartöflur
250 g þurrkaðar apríkósur, saxaðar
1 vænn rauðlaukur, skorin frekar smátt
ca 3 msk ólífuolía
maldonsalt
svartur grófmalaður pipar

Skerið kartöflurnar í bita, blandið apríkósum, rauðlauk, olíu, salti og pipar varlega saman við. Látið salatið standa í ísskáp í nokkra tíma, þess vegna yfir nótt.

.

— KARTÖFLUSALAT MEÐ APRÍKÓSUM —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kornflexkökur

Kornflexkökur. Í mínu ungdæmi voru kornflexkökur útbúnar seint á Þorláksmessukvöldi (á meðan ríkisþulirnir lásu hugheilar jólakveðjur í sýslur landsins), ástæðan var sú að við systkinin vorum svo sólgin í þær að mamma sá þann kost vænstan að ljúka öllum jólaundirbúningi áður. Mikið lifandis óskaplega eru kornflexkökur nú góðar, bæði þá og nú.