Gulrótaterta – þessi getur bara ekki klikkað

Gulrótaterta – þessi getur bara ekki klikkað gulrætur raw food carrot terta kaka gulrótakaka valhnetur kasjúhnetur apríkósur
Gulrótaterta

Gulrótaterta

Aldrei þreytist ég á að dásama hrátertur og annað hráfæði. Svei mér þá, ég held þær geti bara ekki klikkað. Ef þið hafið ekki nú þegar bragðað hrátertur skuluð þið drífa ykkur í eldhúsið og útbúa eina góða. Nú ef þið hafið bragðað hrátertu skuluð þið samt sem áður drífa ykkur í eldhúsið og útbúa eina góða 🙂

.

HRÁFÆÐIGULRÆTURTERTUR

.

Gulrótaterta

2 b rifnar gulrætur
1/2 b döðlur, saxaðar gróft
1/2 b valhnetur
1/2 b apríkósur, saxaðar gróft
3 msk vatn
1 1/2 b kókosmjöl
2 msk kókosolía, fljótandi
1 tsk sítrónusafi
1/2 tsk salt
1/2 tsk múskat
1/2 tsk allrahanda

Krem:

1 b kasjúhnetur, lagðar í bleyti í um 20 mín
1 msk hunang
1 msk kókosolía, fljótandi
salt
ca 3 msk vatn

Setjið döðlur, valhnetur, apríkósur og vatn í matvinnsluvél og maukið. Bætið við gulrótum, kókosmjöli, kókosolíu, sítrónusafa og kryddum. Maukið. Setjið hringinn af kringlóttu tertuformi á kökudisk, látið „deigið” þar ofan í og kælið

krem: Setjið kasjúhnetur, hunang, olíu, salt og vatn í matvinnsluvél og maukið vel. Ef deigið er of þykkt bætið þá við vatni. Dreifið yfir kökuna. Kælið í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt.

.

HRÁFÆÐIGULRÆTURTERTUR

— GULRÓTAKAKA SEM EKKI KLIKKAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ostasalat og vefjur hjá handverkskonum í Stykkishólmi

Ostasalat og vefjur hjá handverkskonum í Stykkishólmi. Hópur harðduglegra kvenna hefur komið saman í tvo áratugi og útbúið handverk í Stykkishólmi. Afraksturinn selja þær í Gallerýi Lunda í bænum. Við Bergþór drukkum með þeim kaffi á dögumum og fengum í kaupbæti uppskriftir af ostasalati og þessum undurgóðu vefjum.

Frönsk möndlukaka – ekta frönsk ömmu-möndlukaka, mjög klassísk

Fronsk mondlukaka

Frönsk möndlukaka Heba Eir kom með tertu í vinnuna sem hún bakaði eftir uppskrift franskrar ömmu sinnar - franskar ömmur kunna þetta. Ætli megi ekki segja að þetta sé ekta frönsk ömmu-möndlukaka - mjög klassísk "gateau de mamie" eins og sítrónu/jógúrtkaka og sandkökur. Hún er oft borðuð á jólum, þessi möndlukaka en hæfir þó við öll tilefni. Kakan er virkilega einföld og gómsæt fyrir utan hvað þetta er glæsileg kaka! Við emjuðum svo góð var möndlukakan franska :)