Gulrótaterta
Aldrei þreytist ég á að dásama hrátertur og annað hráfæði. Svei mér þá, ég held þær geti bara ekki klikkað. Ef þið hafið ekki nú þegar bragðað hrátertur skuluð þið drífa ykkur í eldhúsið og útbúa eina góða. Nú ef þið hafið bragðað hrátertu skuluð þið samt sem áður drífa ykkur í eldhúsið og útbúa eina góða 🙂
.
— HRÁFÆÐI — GULRÆTUR — TERTUR —
.
Gulrótaterta
2 b rifnar gulrætur
1/2 b döðlur, saxaðar gróft
1/2 b valhnetur
1/2 b apríkósur, saxaðar gróft
3 msk vatn
1 1/2 b kókosmjöl
2 msk kókosolía, fljótandi
1 tsk sítrónusafi
1/2 tsk salt
1/2 tsk múskat
1/2 tsk allrahanda
Krem:
1 b kasjúhnetur, lagðar í bleyti í um 20 mín
1 msk hunang
1 msk kókosolía, fljótandi
salt
ca 3 msk vatn
Setjið döðlur, valhnetur, apríkósur og vatn í matvinnsluvél og maukið. Bætið við gulrótum, kókosmjöli, kókosolíu, sítrónusafa og kryddum. Maukið. Setjið hringinn af kringlóttu tertuformi á kökudisk, látið „deigið” þar ofan í og kælið
krem: Setjið kasjúhnetur, hunang, olíu, salt og vatn í matvinnsluvél og maukið vel. Ef deigið er of þykkt bætið þá við vatni. Dreifið yfir kökuna. Kælið í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt.
.
— HRÁFÆÐI — GULRÆTUR — TERTUR —
— GULRÓTAKAKA SEM EKKI KLIKKAR —
.