Auglýsing

 

Ofnbakaðir tómatar með parmesan
Ofnbakaðir tómatar með parmesan

Ofnbakaðir tómatar með parmesan. Mikið óskaplega eru tómatar góðir – bæði ferskir og í hina ýmsu rétti. Já svo eru þeir bráðhollir eins og annað grænmeti. Þessir ofnbökuðu tómatar sóma sér vel sem meðlæti eða sér réttur. Við bárum hann fram með gulrótabollum og bankabyggsalati. Aukum grænmetisneysluna – grænmeti alla daga.

TÓMATARPARMESAN

Ofnbakaðir tómatar
Ofnbakaðir tómatar með parmesan

Ofnbakaðir tómatar með parmesan

4 tómatar

1/4 b rifinn parmesan ostur

1 msk oreganó

salt og pipar

1-2 msk ólífuolía

Skerið tómatana í tvennt og setjið í eldfast form. Stráið osti yfir þá oreganó, salti, pipar og loks ólífuolíu. Bakið við 210° í um 15 mín.

Ofnbakaðir tómatar með parmesan
Ofnbakaðir tómatar með parmesan

.

— OFNBAKAÐIR TÓMATAR MEÐ PARMESAN —

.

Auglýsing