Á Sprengisandi

Lóan er komin

Lóan er komin að kveða burt snjóinn,
kveða burt leiðindin, það getur hún.
Hún hefur sagt mér að senn komi spóinn
sólskin í dali og blómstur í tún.

Hún hefur sagt mér til syndanna minna,
ég sofi of mikið og vinni ekki hót.
Hún hefur sagt mér að vaka og vinna,
vonglaður taka nú sumrinu mót.

Sumarkveðja

Ó, blessuð vertu sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá.
Nú fossar, lækir, unnir, ár
sér una við þitt gyllta hár.
Nú fellur heitur haddur þinn
um hvíta jökulkinn.

Þú klæðir allt í gull og glans,
þú glæðir allar vonir manns,
og hvar sem tárin kvika’ á kinn
þau kyssir geislinn þinn.
Þú fyllir dalinn fuglasöng,
nú finnast ekki dægrin löng,
og heim í sveitir sendirðu’ æ
úr suðri hlýjan blæ.

Þú fróvgar, gleður, fæðir allt
um fjöll og dali’ og klæðir allt,
og gangirðu’ undir gerist kalt,
þá grætur þig líka allt.
Ó, blessuð vertu sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá.

Ingi T. Lárusson / Páll Ólafsson

Kvæðið um fuglana

Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.

Úr furutré, sem fann ég út við sjó
ég fugla skar og líka’ úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.

Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.

Ég heyri’ í fjarska villtan vængjaþyt.

Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.

Atli Heimir Sveinsson / Davíð Stefánsson

Vikivaki

Sunnan yfir sæinn breiða
sumarylinn vindar leiða.
Draumalandið himinheiða
hlær og opnar skautið sitt.

Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!

Gakk þú út í græna lundinn,
gáðu fram á bláu sundin.
Mundu, að það er stutt hver stundin,
stopult jarðneskt yndi þitt.

Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!

Allt hið liðna er ljúft að geyma,
láta sig í vöku dreyma.
Sólskinsdögum síst má gleyma,
segðu engum manni hitt!

Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!

Valgeir Guðjónsson / Jóhannes úr Kötlum

Að lífið sé skjálfandi lítið gras

Að lífið sé skjálfandi lítið gras
Að lífið sé skjálfandi lítið gras,
má lesa í kvæði eftir Matthías
en allir vita hver örlög fær
sú urt sem hvergi í vætu nær.

Það sæmir mér ekki sem Íslending
að efast um þjóðskáldsins staðhæfing.
En skrælna úr þurrki ég víst ei vil
og vökva því lífsblómið af og til.

Nú þekkist sú skoðun og þykir fín
að þetta vort jarðlíf sé ekkert grín.
Menn eiga að lifa hér ósköp trist
og öðlast í himninum sæluvist.

En ég verð að telja það tryggara
að taka út forskot á sæluna,
því fyrir því fæst ekkert garantí
að hjá Guði ég komist á fyllerí.
Schubert / Sigurður Þórarinsson

Vem kan segla förutan vind

Vem kan segla förutan vind
vem kan ro utan åror
vem kan skiljas från vännen sin
utan at fälla tårar?

Jag kan segla förutan vind
jag kan ro utan åror
Men ej skiljas från vännen min
utan att fälla tårar.

Þjóðlag frá Álandseyjum

Einu sinni á ágústkvöldi

Einu sinni á ágústkvöldi
austur í Þingvallasveit
gerðist í dulitlu dragi
dulítið sem enginn veit,
nema við og nokkrir þrestir,
og kjarrið græna inn í Bolabás
og Ármannsfellið fagurblátt
og fannir Skjaldbreiðar
og hraunið fyrir sunnan Eyktarás.

Þó að æviárin hverfi
út á tímans gráa, rökkur-veg,
við saman munum geyma þetta
ljúfa leyndarmál,
landið okkar góða, þú og ég.
Jónas Árnason

Líttu sérhvert sólarlag

Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt.
Sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt.
Hverju orði fylgir þögn – og þögnin hverfur allt of fljótt.

En þó að augnablikið aldrei fylli stund
skaltu eiga við það mikilvægan fund
því að tár sem þerrað burt – aldrei nær að græða grund.

Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr.
Enginn frá hans löngu glímu aftur snýr.
Því skaltu fanga þessa stund – því fegurðin í henni býr.

Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.

Bragi Valdimar Skúlason

Fyrir sunnan Fríkirkjuna

Ennþá brennur mér í muna
meir en nokkurn skyldi gruna
að þú gafst mér undir fótinn.
Fyrir sunnan Fríkirkjuna
fórum við á stefnumótin.

En ég var bara eins og gengur,
ástfanginn og saklaus drengur.
Með söknuði ég seinna fann að
við hefðum getað vakað lengur
og verið betri hvort við annað.

Svo var það fyrir átta árum,
að ég kvaddi þig með tárum.
Daginn sem þú sigldir héðan.
Harmahljóð úr hafsins bárum
hjarta mínu filgdi’ á meðan.

En hver veit nema ljósir lokkar
lítill kjóll og stuttir sokkar
hittist fyrir hinum megin?
Þá getum við í gleði okkar
gengið suður Laufásveginn.

J.Hafstein og Einar Markan/Tómas Guðmundsson

Á Sprengisandi

Ríðum, ríðum og rekum yfir sandinn,
rennur sól á bak við Arnarfell,
hér á reiki er margur óhreinn andinn,
úr því fer að skyggja á jökulsvell;
Drottinn leiði drösulinn minn,
drjúgur verður síðasti áfanginn.

Þei þei! þei þei! þaut í holti tóa,
þurran vill hún blóði væta góm,
eða líka einhver var að hóa
undarlega digrum karlaróm;
útilegumenn í Ódáðahraun
eru kannske að smala fé á laun.

Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn,
rökkrið er að síga á Herðubreið,
álfadrottning er að beisla gandinn,
ekki er gott að verða á hennar leið;
vænsta klárinn vildi ég gefa til
að vera kominn ofan í Kiðagil.

— — — —
..

Ég er kominn heim

Er völlur grær og vetur flýr
og vermir sólin grund
Kem ég heim og hitti þig
verð hjá þér alla stund

Við byggjum saman bæ í sveit
sem brosir móti sól
Þar ungu lífi landið mitt
mun ljá og veita skjól

Sól slær silfri á voga
sjáðu jökulinn loga
Allt er bjart fyrir okkur tveim
því ég er kominn heim

Að ferðalokum finn ég þig
sem ég fagnar höndum tveim
Ég er kominn heim
já, ég er kominn heim

Sól slær silfri á voga
sjáðu jökulinn loga
Allt er bjart fyrir okkur tveim
því ég er kominn heim

Að ferðalokum finn ég þig
sem ég fagnar höndum tveim
Ég er kominn heim
já, ég er kominn heim

.

— — — —
..

Vor í Vaglaskógi

Kvöldið er okkar og vor um Vaglaskóg
Við skulum tjalda í grænum berjamó
Leiddu mig vinur í lundinn frá í gær
Lindin þar niðar og birkihríslan grær.

Leikur í ljósum lokkum og angandi rósum
Leikur í ljósum lokkum hinn vaggandi blær.

Dagperlur glitra um dalinn færist ró
Draumar þess rætast sem gistir Vaglaskóg
Kveldrauðu skini á krækilyngið slær
Kyrrðin er friðandi, mild og angurvær.

Leikur í ljósum lokkum og angandi rósum
Leikur í ljósum lokkum hinn vaggandi blær.

Leikur í ljósum lokkum og angandi rósum
Leikur í ljósum lokkum hinn vaggandi blær
Oh lokkum hinn vaggandi blær.

— — — —
..

Í Hallormsstaðaskógi

Í Hallormsstaðaskógi
er angan engu lík.
Og dögg á grasi glóir
sem gull í Atlavík.
Og fljótsins svanir sveipast
í sólarlagsins eld.
Og hlæjandi, syngjandi,
frelsinu fagnandi,
fylgdumst við burtu það kveld.

Úr Hallormsstaðaskógi
ber angan enn í dag.
Og síðan hefur sungið
í sál mér þetta lag.
Því okkar liðna ótta
var engri nóttu lík.
Og ennþá hún lifir
í minningu minni
sú mynd úr Atlavík.

— — — —
..

Vísur Íslendinga

Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur,
er gleðin skín á vonarhýrri brá?
Eins og á vori laufi skrýðist lundur,
lifnar og glæðist hugarkætin þá.
Og meðan þrúgna gullnu tárin glóa
og guðaveigar lífga sálaryl,
þá er það víst, að beztu blómin gróa
í brjóstum, sem að geta fundið til.

Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi,
því táradöggvar falla stundum skjótt,
og vinir berast burt á tímans straumi,
og blómin fölna á einni hélunótt. –
Því er oss bezt að forðast raup og reiði
og rjúfa hvergi tryggð né vinarkoss,
en ef við sjáum sólskinsblett í heiði
að setjast allir þar og gleðja oss.

Látum því, vinir, vínið andann hressa
og vonarstundu köllum þennan dag,
og gesti vora biðjum guð að blessa
og bezt að snúa öllum þeirra hag.
Því meðan þrúgna gullnu tárin glóa
og guðaveigar lífga sálaryl,
þá er það víst, að beztu blómin gróa
í brjóstum, sem að geta fundið til.

Erl. lag / Jónas Hallgrímsson

Jólasveinar einn og átta

Jólasveinar einn og átta
ofan koma af fjöllunum
Í fyrrakvöld þeir fóru að hátta
fundu hann Jón á Völlunum.

Andrés stóð þar utan gátta
það átti að færa hann tröllunum.
Þá var hringt í Hólakirkju
öllum jólabjöllunum.

Í skóginum stóð kofi einn,

Í skóginum stóð kofi einn,
sat við gluggan jólasveinn.
Þá kom lítið héraskinn,
sem vildi komast inn.
“Jólasveinn, ég treysti á þig,
veiðimaður skýtur mig!”
“Komdu litla héraskinn,
því ég er vinur þinn.”

Jólasveinar ganga um gólf

Jólasveinar ganga um gólf
með gildan staf í hendi
Móðir þeirra sópar golf
og flengir þá með vendi.
Upp á stól stendur mín kanna
níu nóttum fyrir jól þá kem ég til manna.

Gekk ég yfir sjó og land

Gekk ég yfir sjó og land
og hitti þar einn gamlan mann,
spurði svo og sagði svo:
Hvar áttu heima?
Ég á heima á Klapplandi, Klapplandi,
Klapplandi.
Ég á heima á Klapplandi,
Klapplandinu góða.

Ég á heima á Stapplandi, Stapplandi,
Ég á heima á Grátlandi, Grátlandi,
Ég á heima á Hlælandi, Hlælandi,
Ég á heima á Hvísllandi, Hvísllandi,
Ég á heima á Íslandi, Íslandi,

 

— — — —
..

MUNIÐ:

DRAUMUR UM NÍNU

Núna ertu hjá mér, Nína
  – 
Strýkur mér um vangann, Nína
  – 
Ó… haltu í höndina á mér, Nína
  – 

Því þú veist að ég mun aldrei aftur
   – 
Ég mun aldrei, aldrei aftur
   – 
Aldrei aftur eiga stund með þér
   – 

Það er sárt að sakna, einhvers
   – 
Lífið heldur áfram, til hvers?
   – 
Ég vil ekki vakna, frá þér
   – 
Þvi ég veit að þú munt aldrei aftur
   – 
Þú munt aldrei, aldrei aftur
   – 
Aldrei aftur strjúka vanga minn
   – 

Þegar þú í draumum mínum birtist allt er ljúft og gott
   – 
Og ég vildi og gæti sofið heila öld
   – 
Þvi að nóttin veitir að eins skamma stund með þér
   – 

Er ég vakna – Nína, þú ert ekki lengur hér
   – 
Opna augun – enginn strýkur blítt um vanga mér
   – 

Dagurinn er eilífð, án þin
   – 
Kvöldið kalt og tómlegt, án þin
   – 
Er nóttin kemur fer ég, til þín
   – 

Þegar þú í draumum mínum birtist allt er ljúft og gott
   – 
Og ég vildi og gæti sofið heila öld
   – 
Því að nóttin veitir aðeins skamma stund með þér
   – 

Er ég vakna – Nína, þú ert ekki lengur hér
   – 
Opna augun – enginn strýkur blítt um vanga mér
   – 

Er ég vakna – Ó… Nína, þú ert ekki lengur hér
   – ÖLL (HÁTT)
Opna augun – enginn strýkur blítt um vanga mér
   – ÖLL (HÁTT)

MUNIÐ:

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.