Torta noci e caffè (hnetu- og kaffikaka)

Torta noci e caffè (hnetu- og kaffikaka) ítalía ítölsk kaka kaffikaka kaffiterta palermó sikiley hnetur valhnetur sikiley
Torta noci e caffè (hnetu- og kaffikaka)

Torta noci e caffè (hnetu- og kaffikaka)

Þessa sikileysku hnetu- og kaffitertu fengum við á notalegu kaffihúsi í Palermo.

PALERMÓHNETUTERTURSIKILEYÍTALÍAKAFFIKÖKUR

🇮🇹

Torta noci e caffè (hnetu- og kaffikaka)

120 gr. mjúkt smjör
1 dl sykur
2 egg
2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
2 tsk nescafé
1 tsk vanilla
80 g valhnetur, grófsaxaðar

Smjör, sykur og egg hrært vel saman.
Hveiti, lyftidufti og salti blandað saman við ásamt kaffidufti og vanillu og síðast hnetum.
Bakað í hringformi við 175°C í 40-50 mín.

PALERMÓHNETUTERTURSIKILEYÍTALÍAKAFFIKÖKUR

🇮🇹

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fleur de sel – súkkulaðibitakökur

Fleur de sel – súkkulaðibitakökur Fleur de sel – súkkulaðibitakökur

Fleur de sel – súkkulaðibitakökur. Gleðigjafinn hugprúði Konráð Jónsson sigraði í árlegri smákökusamkeppni starfsfólks Opus lögmanna. Fjölmargar smákökur bárust, eins og stundum er getur verið erfitt að velja sigurvegara (vinningssmákökuna).  Nú eins og undanfarin ár fengum við Bergþór með okkur gestadómara sem var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. “Þessi  uppskrift er í grunninn af vefsíðunni Gulur, rauður, grænn og salt, en ég notaði sérstakt sjávarsalt, sem heitir Fleur de sel”

Draumaterta – algjörlega dásamlega góð

Draumaterta

Draumaterta. Í aldarafmæli ömmu og áttræðisafmæli pabba komu ættingjarnir með góðgæti á hlaðborð - allir bjóða öllum til veislu. Ó þessi fjölskylda er svo myndarleg í eldhúsinu og tekur líka hraustlega til matar síns.

Fyrri færsla
Næsta færsla