Bragðgott á Bragðavöllum

Ærlegur borgari á Bragðavöllum bragðavellir hamarsfjörður eiður ragnarsson
Ærlegur borgari á Bragðavöllum

Bragðgott á Bragðavöllum – Skroppið austur í hamborgara!

Á Bragðavöllum við Hamarsfjörð bjóða þau sómahjón Steinunn Þórarinsdóttir og Eiður Ragnarsson, Ingi Ragnarsson og Jóhanna Reykjalín upp á gistingu. Þau reka líka veitingastaðinn Hlöðuna, sem er í fyrrverandi hlöðu og fjósi.

Í landi Bragðavalla hafa fundist rómverskir peningar. Á landnámsöld er ólíklegt að þetta hafi verið gjaldmiðill. Skýringin gæti því verið að þetta hafi verið gamlir safnpeningar á sínum tíma. Svo er auðvitað ekki ómögulegt að rómverskur landkönnunarflokkur hafi verið búinn að skoða landið, hvur veit. Í haust verður farið í frekari uppgröft hjá Fornminjastofnun Íslands.

Ýmislegt girnilegt er á matseðli í Hlöðunni, gellur, lax, þorskur o.s.frv., en við ákváðum að fara í smá nostalgíu með hamborgara.

 

— VEITINGA- OG KAFFIHÚS — FERÐAST UM ÍSLAND  — HAMARSFJÖRÐURÍSLENSKT

.

Eiður, Bergþór og Albert
Ærlegur hamborgari
Nautakjötshamborgari

Ærlegur kindaborgari er gerður frá grunni, úr lambakjöti frá Bragðavöllum, kryddaður með íslenskum jurtum, heimalagaðri sósu, osti, lauk, kál og súrsaðri gúrku. Nautaborgarinn er með mildri chili sósu, osti, lauk, tómötum, pillaðri gúrku. Svo fylgja auðvitað franskar og kokteilsósa.

Eplakaka
Súkkulaðikaka

Í eftirrétt fengum við okkur súkkulaðiköku og eplaköku með rjóma, ljómandi endir á ljúfum málsverði.

Gamla brúin rétt innan við Bragðavelli
Veitingasalurinn er þar sem fjósið var áður

 

Fyrrum hlaða á Bragðavöllum
Nokkur fullbúin hús eru á Bragðavöllum sem leigð ertu til ferðamanna

— VEITINGA- OG KAFFIHÚS — FERÐAST UM ÍSLAND  — HAMARSFJÖRÐURÍSLENSKT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Er matarsóun vandamál ?

Matarsóun er vandamál. Svona miðar, eða svipaðir, ættu að vera sem víðast; Á heimilum, vinnustöðum, veitingahúsum og í matvöruverslunum.

Minnkum matarskammta og borðum mat, alvöru mat sem gerir okkur gott.

Fjölbreyttar og góðar upplýsingar eru á síðunni MATARSÓUN.IS Þar kemur fram að um þriðjungur þess matar sem framleiddur er fari beint í ruslið.

Pílates hjá Láru Stefánsdóttur

Pílates hjá Láru Stefánsdóttur. Í vetur fékk ég slæmt skessuskot og ekkert virkaði til að losna almennilega við það. Var búinn að prófa öll trixin mín sem hingað til hafa virkað en það var alltaf örlítill verkur. Næstum því á förnum vegi hitti ég Láru Stefánsdóttur dansara og pílateskennara og við tókum tal saman. Til að gera langa sögu stutta þá hef ég farið til hennar í nokkur skipti og er endurnærður eftir Pílatestímana.

Persnesk/írönsk saffranveisla hjá Írisi Sveins og Jóni

Persnesk/írönsk saffranveisla hjá Írisi Sveins. Heiðurshjónin Íris Sveinsdóttir og Jón Guðmundsson buðu í undurgóða saffranveislu. Íris segir að persneskt eða íranskt eldhús hafi þá sérstöðu að flestallt er hægeldað.

Ítölsk peru- og möndlukaka

Ítölsk peru- og möndlukaka. Það er notalegt að finna ilminn af nýbökuðu kaffimeðlæti, einhver óútskýrð hlýja sem fylgir því. Peru- og möndlukakan er einföld og góð terta sem allir elska hana. Möndlumjölið gefur ljúffengt bragð sem passar vel með perunum. Kökuna má bera fram heita eða við stofuhita. Það má líka minnka smjörið og nota olíu á móti, þannig verður kakan ennþá mýkri og aðeins hollari. Bökum og bjóðum upp í kaffi