Auglýsing
Ærlegur borgari á Bragðavöllum bragðavellir hamarsfjörður eiður ragnarsson
Ærlegur borgari á Bragðavöllum

Skroppið austur í hamborgara!

Á Bragðavöllum við Hamarsfjörð bjóða þau sómahjón Steinunn Þórarinsdóttir og Eiður Ragnarsson, Ingi Ragnarsson og Jóhanna Reykjalín upp á gistingu. Þau reka líka veitingastaðinn Hlöðuna, sem er í fyrrverandi hlöðu og fjósi.

Auglýsing

Í landi Bragðavalla hafa fundist rómverskir peningar. Á landnámsöld er ólíklegt að þetta hafi verið gjaldmiðill. Skýringin gæti því verið að þetta hafi verið gamlir safnpeningar á sínum tíma. Svo er auðvitað ekki ómögulegt að rómverskur landkönnunarflokkur hafi verið búinn að skoða landið, hvur veit. Í haust verður farið í frekari uppgröft hjá Fornminjastofnun Íslands.

Ýmislegt girnilegt er á matseðli í Hlöðunni, gellur, lax, þorskur o.s.frv., en við ákváðum að fara í smá nostalgíu með hamborgara.

 

— VEITINGA- OG KAFFIHÚS — FERÐAST UM ÍSLAND  — HAMARSFJÖRÐURÍSLENSKT

.

Eiður, Bergþór og Albert
Ærlegur hamborgari
Nautakjötshamborgari

Ærlegur kindaborgari er gerður frá grunni, úr lambakjöti frá Bragðavöllum, kryddaður með íslenskum jurtum, heimalagaðri sósu, osti, lauk, kál og súrsaðri gúrku. Nautaborgarinn er með mildri chili sósu, osti, lauk, tómötum, pillaðri gúrku. Svo fylgja auðvitað franskar og kokteilsósa.

Eplakaka
Súkkulaðikaka

Í eftirrétt fengum við okkur súkkulaðiköku og eplaköku með rjóma, ljómandi endir á ljúfum málsverði.

Gamla brúin rétt innan við Bragðavelli
Veitingasalurinn er þar sem fjósið var áður

 

Fyrrum hlaða á Bragðavöllum
Nokkur fullbúin hús eru á Bragðavöllum sem leigð ertu til ferðamanna

— VEITINGA- OG KAFFIHÚS — FERÐAST UM ÍSLAND  — HAMARSFJÖRÐURÍSLENSKT

.