Hótel Rangá – Náttúra, mýkt og lúxus

Hótel Rangá - Náttúra, mýkt og lúxus. friðrik pálsson
Hótel Rangá – Náttúra, mýkt og lúxus.

Hótel Rangá – Náttúra, mýkt og lúxus.

Hótel Rangá hefur verið eitt af virðulegustu hótelum á landsbyggðinni síðan Friðrik Pálsson tók við rekstrinum fyrir 20 árum. Þótt það sé staðsett nánast við þjóðveginn, tekur við ótrúleg kyrrð í hinni fögru sveit hinu megin við húsið með dýrlegum fuglasöng og útsýni yfir ána þar sem hún lónar friðsæl á leið til hafs í sinni fögru hringrás. Þessi friður náttúrunnar í harmoníu við látlausan en glæsilegan viðinn í innréttingunum virkar fullkomlega. En það er ekki bara viður, hótelið er víðfrægt fyrir svítur með landaþemum og svo hafa listamenn málað á veggi herbergja verk sem innblásin eru úr umhverfinu. Í okkar herbergi var textinn tekinn úr Stjórninni (fornnorræn þýðing á fyrsta hluta Biblíunnar) uppi á vegg. Listamaðurinn er Derek Mundell.

— VEITINGA- OG KAFFIHÚS — FERÐAST UM ÍSLAND FRIÐRIK PÁLSSONÍSLENSKT

.

Reyktur lundi
Hreindýra-carpaccio

Í forrétt var smekklega fram borinn reyktur lundi í krukku, en með honum var ekki það fyrsta sem manni dettur í hug, eplamauk, krækiberjaduft og hvítlauksmajones, sem kom á óvart í mýkt sinni. Einnig brögðuðum við á hreindýra-carpaccio með ríflega af parmesan, truffluolíu og klettasalati. Svo einfalt var það, en stundum er það einfalda einfaldlega best.

Lax með sætkartöflumauki
Pönnusteiktur þorskur

Við fengum okkur fisk í aðalrétt og auðvitað var hann hárrétt eldaður. Stinnur og mjúkur í senn, er það eitthvað? Þorskurinn var pönnusteiktur með kartöflumauki, jarðskokkum á þrjá vegu og hvítvínssóssu, en laxinn var með sætkartöflumauki, eplum, sinnepsfræjum og steiktum hnetum af ýmsu tagi og spergilkáli og hvítvínssósu. Þetta var ekki bara fallegt og bragðgott, heldur leið manni eins og í jafnvægi við náttúruna og Rangána, sem er einstaklega róandi á ferð sinni suður landið.

Mascarpone rjómaostur innan í súkkulaðikúlu, sem bráðnaði af heitri ástríðuávaxtasósu og ástríðuávaxtasorbet
Ís af ýmsum tegundum og sorbet með möndlumulningi
Smátt skorin bökuð epli í teningum með skyrís

Eftirréttirnir voru sérlega fallegir, mascarpone rjómaostur innan í súkkulaðikúlu, sem bráðnaði af heitri ástríðuávaxtasósu og ástríðuávaxtasorbet. Þá smökkuðum við ís af ýmsum tegundum og sorbet með möndlumulningi og berjum og smátt skorin bökuð epli í teningum með skyrís. Þetta var listrænn endir á frábærum málsverði, þar sem samsetningarnar gældu við bragðlaukana og yndislegt umhverfið setti punktinn yfir i-ið.

 

Útsýnið úr matsalnum er fullkomið
Nýbakað brauð

 

Í okkar herbergi var textinn tekinn úr Stjórninni (fornnorræn þýðing á fyrsta hluta Biblíunnar) uppi á vegg. Listamaðurinn er Derek Mundell.

— VEITINGA- OG KAFFIHÚS — FERÐAST UM ÍSLAND FRIÐRIK PÁLSSONÍSLENSKT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Essensia – veitingahús

Essensia dscf3801 Essensia dscf3776 

Essensia - Veitingahúsið Essensia á Hverfisgötu stimplar sig strax hressilega inn í veitingahúsaflóru höfuðborgarinnar svo eftir er tekið. Faglega að öllu staðið og hinn ítalski sunnan blær staðarins er kærkomin viðbót í fjölbreyttri matarborg sem Reykjavík er. Klassískir suðrænir bragðgóðir réttir einkenna staðinn. Réttir sem gestir geta deilt og eru hvattir til að deila. Enn ein úrvalsrósin í hnappagat Hákons Más Örvarssonar.

Tíu mest skoðuðu borðsiðafærslurnar

Tíu mest skoðuðu borðsiðafærslurnar. Í upphafi ársins 2016setti ég mér það markmið að skrifa færslu um borðsiði og birta á föstudögum allt árið. Þetta gekk eftir. Fjölmargir veittu aðstoð, lásu yfir og gáfu góð ráð. Öllu þessu fólki er ég afar þakklátur. Sjálfur hef ég lært mjög margt á þessum skrifum. Þó borðsiðir okkar Íslendinga séu almennt séð mjög góðir er eitt og annað sem má laga.