Auglýsing
Reykt bleikja með sítrussósu og salati Friðrik Pálsson hótel Rangá Hrauneyjar the highland center
Reykt bleikja með sítrussósu og salati

Hótel Háland – The Highland Center

Á Hrauneyjum er Hótel Háland í Hálendismiðstöðinni. Það er notalegt að koma norðan af Sprengisandi og stinga sér inn á hótelið. Friðrik Pálsson rak þarna hótel frá 2008 þar til fyrir þremur árum, er Landsvirkjun setti húsin á sölu. Nú nýverið skellti hann sér á eignina og hefur verið í óða önn að hlaupa yfir með töfrasprota og sinn góðan smekk. Við mættum á fjórða eða fimmta kvöldi og skelltum okkur í lystugan málsverð.

Á veitingastaðnum tók Filip á móti okkur með stúlkuna frá Ipanema í hátalaranum, falleg glös, hnífapör og ný, þægileg sæti. Við hófumst þegar handa við að gæða okkur á lystisemdum lífsins.

Auglýsing

Friðrik mætti sjálfur á veitingastaðinn og heilsaði upp á gesti. Slík persónuleg kynning bætir strax einni stjörnu við hótelið.

VEITINGA- OG KAFFIHÚS — FERÐAST UM ÍSLAND — ÍSLENSKT

.

Lambahryggvöðvi

 

Hörpuskel með spínati og beikoni á ristuðu rúgbrauði.

Í forrétt fengum við dúnmjúka og fallega steikta hörpuskel með spínati og stökku beikoni á rúgbrauði og reykta bleikju með sítrussósu og salati í krukku. Þegar krukkan var opnuð, stóð reykurinn upp úr henni.

Lambahryggvöðvi með bakaðri kartöflu, rauðvínssósu og grænmeti
Nautalund með Bourguignonsósu og kartöflumauki

Í aðalrétt fengum við nautalund medium rare með bourguignon sósu og kartöflumauki og lambahryggvöðva well done með bakaðri kartöflu, rauðvínssósu og grænmeti. Báðir kjötréttirnir voru vel heppnaðir.

Með þessu drukkum við Rioja vín, Altos Ibéricos Crianza frá 2017 , en það er eitt af topp 25 vinsælustu vínum á Spáni og Bónda, óáfengan bjór.

Tiramisú með hvítu súkkulaði, mangó og kasjúhnetumús og Pavlova með mascarponekremi og kirsuberjamús

Í eftirrétt smökkuðum við pavlovu, kasjúmangómús og tíramísú úr hvítu súkkulaði.

Færslan er unnin í samvinnu við The Highland Center – Hrauneyjar

— VEITINGA- OG KAFFIHÚS — FERÐAST UM ÍSLAND — ÍSLENSKT

.