Skonsubrauðterta með hangikjötssalati

Skonsubrauðterta með hangikjötssalati hangikjöt skonsur skonsubrauðtert salat kaffimeðlæti íslenskt kaffimeðlæti ísland icelandic food rauðrófur salat
Skonsubrauðterta með hangikjötssalati frá Hjördísi Ingvadóttur. Klassískt og ljúffengt kaffimeðlæti sem stendur af sér allar tískubylgjur.

Skonsubrauðterta með hangikjötssalati

Það er fátt sem toppar góðar skonsubrauðtertur. Þær eru klassískt, ljúffengt kaffimeðlæti sem standa af sér allar tískubylgjur. Hjördís Ingvadóttir kom með þessa gómsætu brauðtertu á hátíðarfund hjá Félagi Austfirskra kvenna í Reykjavík. 

BRAUÐTERTURSKONSURHANGIKJÖTSALÖTHANGIKJÖTSSALATFÉLAG AUSTFIRSKRA KVENNA —

.

Skonsubrauðterta með hangikjötssalati

Skonsubrauðterta með hangikjötssalati

skonsur:
2 bollar hveiti
½ bolli sykur
2½ tsk lyftiduft
½ tsk natron
2 egg
AB mjólk eftir þörfum má nota súrmjólk í staðinn

Blandið öllum þurrefnum saman, þá eggjum og ab mjólk/súrmjólk og hrærið. Bakið á pönnukökupönnu.

Salat:
300 gr Hellman’s majónes
400 gr blandað grænmeti frá Ora
4 egg
170 gr birkireykt hangiálegg

Grænmeti hellt í sigti og látið standa smá stund, egg harðsoðin, hangikjöt skorið í bita. Öllu blandað saman með majónesi þegar eggin eru köld.

Skraut: Gúrka tómatar, rauðrófur, niðurskorin paprika og steinselja.

Hlaðið veisluborð á hátíðarfundi hjá Félagi austfirskra kvenna

BRAUÐTERTURSKONSURHANGIKJÖTSALÖTHANGIKJÖTSSALATFÉLAG AUSTFIRSKRA KVENNA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítróna og matarsódi: 10 000 sinnum öflugari áhrif en lyfjameðferð gegn krabbameini?

Sítrónur og matarsódi gegn krabbameini. Greinin birtist á spegill.is

Hefur sítróna og matarsódi blandað saman, 10 000 sinnum öflugari áhrif en lyfjameðferð gegn krabbameini? 

Ef það er staðreynd, hvers vegna er þá þeirri staðreynd haldið leyndri?

Strákakvöld með grillaðri nautalund og brownies

Strákakvöld með grillaðri nautalund og glúteinlausum brownies. Kjartan Örn hefur áður komið við sögu að grilla hér á blogginu, en þeir Bergþór útbjuggu HM veislu og elduðu saman nautalund í vikunni með bernaise sósu, Hasselback kartöflum og salati. Þar sem þeir eru báðir byrjaðir í ræktinni gerði Kjartan sykur- og hveitilausar brownies.