
Skonsubrauðterta með hangikjötssalati
Það er fátt sem toppar góðar skonsubrauðtertur. Þær eru klassískt, ljúffengt kaffimeðlæti sem standa af sér allar tískubylgjur. Hjördís Ingvadóttir kom með þessa gómsætu brauðtertu á hátíðarfund hjá Félagi Austfirskra kvenna í Reykjavík.
— BRAUÐTERTUR — SKONSUR — HANGIKJÖT — SALÖT — HANGIKJÖTSSALAT — FÉLAG AUSTFIRSKRA KVENNA —
.

Skonsubrauðterta með hangikjötssalati
skonsur:
2 bollar hveiti
½ bolli sykur
2½ tsk lyftiduft
½ tsk natron
2 egg
AB mjólk eftir þörfum má nota súrmjólk í staðinn
Blandið öllum þurrefnum saman, þá eggjum og ab mjólk/súrmjólk og hrærið. Bakið á pönnukökupönnu.
Salat:
300 gr Hellman’s majónes
400 gr blandað grænmeti frá Ora
4 egg
170 gr birkireykt hangiálegg
Grænmeti hellt í sigti og látið standa smá stund, egg harðsoðin, hangikjöt skorið í bita. Öllu blandað saman með majónesi þegar eggin eru köld.
Skraut: Gúrka tómatar, rauðrófur, niðurskorin paprika og steinselja.

— BRAUÐTERTUR — SKONSUR — HANGIKJÖT — SALÖT — HANGIKJÖTSSALAT — FÉLAG AUSTFIRSKRA KVENNA —
.