Skonsubrauðterta með hangikjötssalati

Skonsubrauðterta með hangikjötssalati hangikjöt skonsur skonsubrauðtert salat kaffimeðlæti íslenskt kaffimeðlæti ísland icelandic food rauðrófur salat
Skonsubrauðterta með hangikjötssalati frá Hjördísi Ingvadóttur. Klassískt og ljúffengt kaffimeðlæti sem stendur af sér allar tískubylgjur.

Skonsubrauðterta með hangikjötssalati

Það er fátt sem toppar góðar skonsubrauðtertur. Þær eru klassískt, ljúffengt kaffimeðlæti sem standa af sér allar tískubylgjur. Hjördís Ingvadóttir kom með þessa gómsætu brauðtertu á hátíðarfund hjá Félagi Austfirskra kvenna í Reykjavík. 

BRAUÐTERTURSKONSURHANGIKJÖTSALÖTHANGIKJÖTSSALATFÉLAG AUSTFIRSKRA KVENNA —

.

Skonsubrauðterta með hangikjötssalati

Skonsubrauðterta með hangikjötssalati

skonsur:
2 bollar hveiti
½ bolli sykur
2½ tsk lyftiduft
½ tsk natron
2 egg
AB mjólk eftir þörfum má nota súrmjólk í staðinn

Blandið öllum þurrefnum saman, þá eggjum og ab mjólk/súrmjólk og hrærið. Bakið á pönnukökupönnu.

Salat:
300 gr Hellman’s majónes
400 gr blandað grænmeti frá Ora
4 egg
170 gr birkireykt hangiálegg

Grænmeti hellt í sigti og látið standa smá stund, egg harðsoðin, hangikjöt skorið í bita. Öllu blandað saman með majónesi þegar eggin eru köld.

Skraut: Gúrka tómatar, rauðrófur, niðurskorin paprika og steinselja.

Hlaðið veisluborð á hátíðarfundi hjá Félagi austfirskra kvenna

BRAUÐTERTURSKONSURHANGIKJÖTSALÖTHANGIKJÖTSSALATFÉLAG AUSTFIRSKRA KVENNA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Punjab karrí lamb

Punjab karrí lamb. Bergþór tók áskorun, hann er á áskorunartímabili (og er bókstaflega til í allt), og útbjó indverskan karrýlambarétt. Ótrúlega góður matur og kjötið rann af beinunum svo meyrt var það og vel eldað. „Í London fór ég í fyrsta skipti á indverskan veitingastað. Ég man að ég svitnaði talsvert og borgaði meira fyrir vatnið en matinn. Þessi réttur er ekki ýkja sterkur, en um að gera að gluða engifer, hvítlauk og ferskum chili í viðbót, ef maður vill láta rífa verulega í."

Hóflega drukkið vín

Hóflega drukkið vín

Hóflega drukkið vín. Þeir sem kunna með vín að fara dreypa á því, ýmist með því að skála fyrir borðhald eða í léttvíni með matnum og drekka a.m.k. eitt vatnsglas á móti hverju glasi af léttvíni. Vörumst að svolgra í okkur víninu.