Skonsubrauðterta með hangikjötssalati

Skonsubrauðterta með hangikjötssalati hangikjöt skonsur skonsubrauðtert salat kaffimeðlæti íslenskt kaffimeðlæti ísland icelandic food rauðrófur salat
Skonsubrauðterta með hangikjötssalati frá Hjördísi Ingvadóttur. Klassískt og ljúffengt kaffimeðlæti sem stendur af sér allar tískubylgjur.

Skonsubrauðterta með hangikjötssalati

Það er fátt sem toppar góðar skonsubrauðtertur. Þær eru klassískt, ljúffengt kaffimeðlæti sem standa af sér allar tískubylgjur. Hjördís Ingvadóttir kom með þessa gómsætu brauðtertu á hátíðarfund hjá Félagi Austfirskra kvenna í Reykjavík. 

BRAUÐTERTURSKONSURHANGIKJÖTSALÖTHANGIKJÖTSSALATFÉLAG AUSTFIRSKRA KVENNA —

.

Skonsubrauðterta með hangikjötssalati

Skonsubrauðterta með hangikjötssalati

skonsur:
2 bollar hveiti
½ bolli sykur
2½ tsk lyftiduft
½ tsk natron
2 egg
AB mjólk eftir þörfum má nota súrmjólk í staðinn

Blandið öllum þurrefnum saman, þá eggjum og ab mjólk/súrmjólk og hrærið. Bakið á pönnukökupönnu.

Salat:
300 gr Hellman’s majónes
400 gr blandað grænmeti frá Ora
4 egg
170 gr birkireykt hangiálegg

Grænmeti hellt í sigti og látið standa smá stund, egg harðsoðin, hangikjöt skorið í bita. Öllu blandað saman með majónesi þegar eggin eru köld.

Skraut: Gúrka tómatar, rauðrófur, niðurskorin paprika og steinselja.

Hlaðið veisluborð á hátíðarfundi hjá Félagi austfirskra kvenna

BRAUÐTERTURSKONSURHANGIKJÖTSALÖTHANGIKJÖTSSALATFÉLAG AUSTFIRSKRA KVENNA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Salat að hætti Júlla Júll

Júlli júll

Salat að hætti Júlla Júll. Dalvíkurkonungurinn Júlíus Júlíusson er snilldarkokkur. Júlli lætur verkin tala - það malast undan honum verkefnin og helst ætti að vera til Júlli í öllum bæjum á Íslandi....

Gerlaust brauð með fjallagrösum

Gerlaust brauð með fjallagrösum. Fjallagrös eru holl og góð, þau verða ekki römm í brauðinu eins og þau verða í fjallagrasasúpu. Nú ef þið eigið ekki fjallagrös sleppið þeim þá bara og bakið brauðið án þeirra.

Ísostaterta

Ísostaterta

Ísostaterta. Mont Blanc gönguhópurinn minn hittist á dögunum og borðaði saman. Bráðsniðug matarboðin þar sem allir koma með rétti – allir bjóða öllum í mat. Heiðurshjónin Guðlaug og Þorleifur sáu um eftirréttinn.