Skonsubrauðterta með hangikjötssalati

Skonsubrauðterta með hangikjötssalati hangikjöt skonsur skonsubrauðtert salat kaffimeðlæti íslenskt kaffimeðlæti ísland icelandic food rauðrófur salat
Skonsubrauðterta með hangikjötssalati frá Hjördísi Ingvadóttur. Klassískt og ljúffengt kaffimeðlæti sem stendur af sér allar tískubylgjur.

Skonsubrauðterta með hangikjötssalati

Það er fátt sem toppar góðar skonsubrauðtertur. Þær eru klassískt, ljúffengt kaffimeðlæti sem standa af sér allar tískubylgjur. Hjördís Ingvadóttir kom með þessa gómsætu brauðtertu á hátíðarfund hjá Félagi Austfirskra kvenna í Reykjavík. 

BRAUÐTERTURSKONSURHANGIKJÖTSALÖTHANGIKJÖTSSALATFÉLAG AUSTFIRSKRA KVENNA —

.

Skonsubrauðterta með hangikjötssalati

Skonsubrauðterta með hangikjötssalati

skonsur:
2 bollar hveiti
½ bolli sykur
2½ tsk lyftiduft
½ tsk natron
2 egg
AB mjólk eftir þörfum má nota súrmjólk í staðinn

Blandið öllum þurrefnum saman, þá eggjum og ab mjólk/súrmjólk og hrærið. Bakið á pönnukökupönnu.

Salat:
300 gr Hellman’s majónes
400 gr blandað grænmeti frá Ora
4 egg
170 gr birkireykt hangiálegg

Grænmeti hellt í sigti og látið standa smá stund, egg harðsoðin, hangikjöt skorið í bita. Öllu blandað saman með majónesi þegar eggin eru köld.

Skraut: Gúrka tómatar, rauðrófur, niðurskorin paprika og steinselja.

Hlaðið veisluborð á hátíðarfundi hjá Félagi austfirskra kvenna

BRAUÐTERTURSKONSURHANGIKJÖTSALÖTHANGIKJÖTSSALATFÉLAG AUSTFIRSKRA KVENNA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tabúle eða tabbouleh – Norður-Afrískt búlgusalat

Tabúle eða tabbouleh - Norður-Afrískt búlgusalat

Tabúle eða tabbouleh - Norður-Afrískt búlgusalat. Kristín Jónsdóttir Parísardama bauð í pikknikk í París fyrr í sumar. Auk laukbökunar kom hún með búlgusalat, undurgott salat frá Norður-Afríku. Hún segir að uppskriftirnar séu eiginlega jafnmargar og héruðin og jafnvel fleiri, því hver hefur sitt lag og sinn smekk. Uppistaðan eru búlgur eða kúskús. „Í líbanska afbrigðinu sem ég geri nánast alltaf, eru hlutföllin þannig að salatið er mjög grænt. Minna af búlgum og meira af steinselju og myntu. Mælt er með að nota flatlaufa steinselju, því sú krullaða er beiskari.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Súrsaður rauðlaukur – alveg ótrúlega góður

Súrsaður rauðlaukur er alveg ótrúlega góður og svo er frekar einfalt að útbúa hann. Á Borðinu við Ægisíðu fengum við grafna gæsabringu og krækiberjasultu sem ásamt súrsaða rauðlauknum var sett á niðurskorið snittubrauð og úr urðu þessar fallegu snittur.