Jarðarberjaostakaka með sítrónusmjöri

Jarðarberjaostakaka Helga Hjálmarsdóttir ísafjörður kvennakór ísafjarðar sítrónusmjör lemon curd uppskrift hátíðarterta páskar Páskatertan 2024 jarðarberjaterta ostakaka ostaterta
Jarðarberjaostakaka

Jarðarberjaostakaka með sítrónusmjöri

Helga Hjálmarsdóttir kom með jarðaberjaostaköku á hlaðborð Kvennakórs Ísafarðar. Kakan er hin glæsilegasta og tekur sig mjög vel út á hvaða veisluborði sem er. Blómin gera hana svo extra sparilega.

OSTATERTURJARÐARBERJATERTURSÍTRÓNUSMJÖRKVENNAKÓR ÍSAFJARÐARÍSAFJÖRÐUR

.

Jarðarberjaostakaka með sítrónusmjöri

200 g Digestive heilhveitikex
85 g smjör, brætt
1 tsk flórsykur
Bræðið smjörið. Setjið kex í matvinnsluvél og myljið smátt. Setjið kexið í skál ásamt bræddu smjöri og flórsykri og blandið saman. Setjið bökunarpappír í botninn á smelluformi, setjið kexblönduna í formið og þjappið lauslega. Kælið.

Fylling
200 g Mascarpone ostur
2 dl rjómi
250 g jarðarberjaskyr
1 stk sítróna, safi og börkur
100 g flórsykur
4-5 stk matarlímsblöð

Setjið matarlímið í bleyti í kalt vatn
Þeytið mascarpone í skál og þeytið, raspið sítrónubörkinn af sítrónunni saman við ásamt skyri og flórsykri og þeytið þar til blandan er kekkjalaus.
Þeytið rjómann nánast stífþeyttann. Blandið honum með sleikju saman við
ostablönduna.
Kreistið vatnið úr matarlíminu og setjið í lítinn pott ásamt safanum úr sítrónunni.
Hitið þar til matarlímið er uppleyst og takið af hellunni.
Takið kúfaða matskeið af ostakökublöndunni og setjið út í pottinn með matarlíminu og hrærið saman þar til blandan er alveg kekkjalaus. Setjið þá matarlímsblönduna út í ostakökufyllinguna.
Hellið ostakökufyllingunni yfir botninn og sléttið út. Setjið aftur í kæli.
Gerið lemon curd á meðan kakan er í kæli. Best að hún sé í kæli yfir nótt eða að
minnsta kosti 4 tíma.
Þegar bera á kökuna fram, smyrjið hana þá með lemon curd og skreytið með ferskum jarðarberjum. Einnig er smart að setja nokkur blóm með.

Lemon curd (sítrónusmjör)
3 sítrónur, safi og börkur
300 g sykur
200 g smjör
4 stk egg
rifinn börkur af sítrónum
120 ml sítrónusafi úr sítrónunum
1/8 tsk salt

Raspið börkinn af sítrónunum en passið að fara ekki niður í hvíta hlutann. Setjið sykurinn og börkinn í matvinnsluvél og vinnið saman í smá stund.
Setjið smjörið, sítrónusafa og salt út í og vinnið saman aðeins lengur. Bætið þá einu eggi út í einu.
Setjið vatn í pott og skál eða glerskál þar yfir. Setjið blönduna úr matvinnsluvélinni í
skálina og hitið varlega upp í 75°C eða þar til sítrónusmjörið er farið að þykkna. Þetta tekur ca. 10-15 mín. Fylgist vel með og hrærið allan tímann. Passið að vatnið sjóði ekki.
Þegar blandan er tilbúin hellið henni í hreinar krukkur. Kælið.
Þetta er rífleg uppskrift og dugar í 3x 200 ml krukkur.

OSTATERTURJARÐARBERJATERTURSÍTRÓNUSMJÖRKVENNAKÓR ÍSAFJARÐARÍSAFJÖRÐUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.