Finnsk kryddkaka

Þórunn björnsdóttir kryddkaka finnland ananas
Finnsk kryddkaka með ananas sem mamma Þórunnar bakaði oft „hér í den” en hún er aðeins búin að betrumbæta.

Finnsk kryddkaka

Á dögunum setti ég inn mynd á fasbókina af potti og spurði: Hvað sýður hér í potti? Þórunn vinkona mín var fyrst til að giska á að ég væri að sjóða kæfu. Hún fékk kæfu að launum og bauð okkur í kaffi og þessa líka fínu köku. Finnsk kryddkaka með ananas sem mamma Þórunnar bakaði oft „hér í den” en hún er aðeins búin að betrumbæta.

ÞÓRUNN BJÖRNSDÓTTIRFINNLANDKRYDDKAKAANANAS

.

Á dögunum setti ég inn mynd af potti og spurði: Hvað sýður hér í potti ? Þórunn vinkona mín var fyrst til að giska á að ég væri að sjóða kæfu. Hún fékk kæfu að launum og bauð okkur í kaffi og finnsku kryddkökuna góðu.

Finnsk kryddkaka

1 og 1/2 b hveiti
1 b sykur (nota 1/2)
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 tsk kanill
1/2 tsk múskat
1/4 tsk salt
1 dós ananas bitar með safanum (ca 350 g dós)
1 egg
6 msk matarolía.

Allt hrært varlega saman og hellt í smurt form. Deigið á að vera frekar blautt.
Blandið saman 3 msk hveiti og 3 msk púðursykur og stráið yfir deigið – og muldar hesilhnetur bæta enn um betur.
180°C í 40-45 mín – borin fram vel volg og mikið af þeyttum rjóma.

Finnsk kryddkaka sem mamma Þórunnar bakaði oft í den.

ÞÓRUNN BJÖRNSDÓTTIRFINNLANDKRYDDKAKAANANAS

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.