Finnsk kryddkaka

Þórunn björnsdóttir kryddkaka finnland ananas
Finnsk kryddkaka með ananas sem mamma Þórunnar bakaði oft „hér í den” en hún er aðeins búin að betrumbæta.

Finnsk kryddkaka

Á dögunum setti ég inn mynd á fasbókina af potti og spurði: Hvað sýður hér í potti? Þórunn vinkona mín var fyrst til að giska á að ég væri að sjóða kæfu. Hún fékk kæfu að launum og bauð okkur í kaffi og þessa líka fínu köku. Finnsk kryddkaka með ananas sem mamma Þórunnar bakaði oft „hér í den” en hún er aðeins búin að betrumbæta.

ÞÓRUNN BJÖRNSDÓTTIRFINNLANDKRYDDKAKAANANAS

.

Á dögunum setti ég inn mynd af potti og spurði: Hvað sýður hér í potti ? Þórunn vinkona mín var fyrst til að giska á að ég væri að sjóða kæfu. Hún fékk kæfu að launum og bauð okkur í kaffi og finnsku kryddkökuna góðu.

Finnsk kryddkaka

1 og 1/2 b hveiti
1 b sykur (nota 1/2)
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 tsk kanill
1/2 tsk múskat
1/4 tsk salt
1 dós ananas bitar með safanum (ca 350 g dós)
1 egg
6 msk matarolía.

Allt hrært varlega saman og hellt í smurt form. Deigið á að vera frekar blautt.
Blandið saman 3 msk hveiti og 3 msk púðursykur og stráið yfir deigið – og muldar hesilhnetur bæta enn um betur.
180°C í 40-45 mín – borin fram vel volg og mikið af þeyttum rjóma.

Finnsk kryddkaka sem mamma Þórunnar bakaði oft í den.

ÞÓRUNN BJÖRNSDÓTTIRFINNLANDKRYDDKAKAANANAS

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

ADHD og ADD og MATUR

ADHD og ADD og MATUR. Athyglisbrestur (ADD) og athyglisbrestur með ofvirkni (ADHD) hafa verið gríðarlega vaxandi vandamál í Vestrænum samfélögum og er nú svo komið að talið er að allt frá 5 og upp í 15% barna eru talin vera með einkenni þessara raskana. Tíu sinnum fleiri drengir eru greindir með þessa kvilla heldur en stúlkur

Óvænt steypiboð – Baby shower og extra góð terta

Óvænt steypiboð - Baby shower og extra góð steypiboðsterta. Vinkonur Jóhönnu Sigríðar héldu óvænt steypiboð (Baby shower) fyrir hana. Gaman að fá að vera fluga á vegg og upplifa eftirvæntinguna þegar von var á unga parinu, þögnina þegar enginn mátti segja orð á meðan þau komu inn í íbúðina og svo þegar vinkonurnar kölluðu SURPRISE! þegar foreldrarnir tilvonandi komu inn.