Föstudagskaffi í grunnskólanum á Patreksfirði

 

heitur brauðréttur heitur réttur í ofni brauðréttur grunnskólinn á patreksfirði patreksfjörður helga gísladóttir föstudagskaffi patreksskóli Kristín Mjöll, Ásdís Snót, Helga, Bára, Katrín, Eyrún, Arna Margrét, Valgerður
Kristín Mjöll, Ásdís Snót, Helga, Bára, Katrín, Eyrún, Arna Margrét og Valgerður

Föstudagskaffi í grunnskólanum á Patreksfirði

Veit ekki hversu oft og hversu lengi ég hef heyrt sögur af glæsilegu föstudagskaffi í grunnskólanum á Patreksfirði. Annan hvern föstudag er föstudagskaffi og sjá fjórir starfsmenn um veitingarnar í hvert sinn og mikill metnaður í að hafa kaffið sem veglegast og fallegast. Föstudagskaffið þeirra stóðst allar væntingar 🙂

PATREKSFJÖRÐURFÖSTUDAGSKAFFITERTUR —  KAFFIHLAÐBORР —

.

Heitur brauðréttur sem Agnieszka Krupa kom með.

Heitur brauðréttur

220 g skinka
80 g pepperóni
1 rauð paprika
250 g sveppir
1 ds grænn aspas
1/2 sveppaostur
1/2 paprikuostur
1/2 fransbrauð
1 stk grænmetiskraftur
150 ml rjómi
150 ml mjólk
1 pk rifinn mozzarella.

Tek frosið brauð og sker í litla bita og þek botninn á smurðu móti með smjöri.
Tek stóra pönnu og steiki saman sveppi og papriku í smjöri. Bæti svo skinku og pepperoni, grænum aspas og hita í smá stund áfram.
Bæti svo rjóma og mjólk út í.
Set paprikuost og sveppaost út í, rifinn.
Bæta grænmetiskrafti út í. Ofan á fer rifinn mozzarellaostur.
Hita í ofni við ca. 200 gráður í smá stund (15-20 mín) eða þar til bráðið og heitt í gegn.
Verði ykkur að góðu

 

Kristín Mjöll kom með basilíkupestó. Uppskriftin er frá Heilsubankanum.

Basilíkupestó

2 bollar basilíka (þétt pakkað)
1/4 bolli ólífuolía
1/4 bolli furuhnetur
1/4 bolli valhnetur
3 hvitlauksgeirar
sítrónusafi til að bragðbæta
salt og svartur pipar

Allt sett í matvinnsluvél (ég nota töfrasprota og nota oft kasjú þegar ég á ekki furuhnetur og sleppi oft valhnetum en hef meira af hinum hnetunum í staðinn)

Anna Margrét kom með Möndlukökuna hennar mömmu – Uppskrift frá Evu Laufeyju

Möndlukakan hennar mömmu

200 g flórsykur
200 g smjör, við stofuhita
2 egg
230 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk möndludropar
1 1/2 dl sjóðandi heitt vatn
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C.
Hrærið flórsykri, smjöri og eggjum saman í 2 – 3 mínútur eða þar til blandan verður orðin létt og ljós.
Bætið hveiti og lyftidufti út í blönduna og hrærið vel.
Hellið möndludropum og vatni saman við í lokin og hrærið vel eða þar til deigið verður slétt og silkimjúkt.
Smyrjið hringlaga form og hellið deiginu í formið, bakið við 175°C í 30 mínútur.
Kælið kökuna á meðan þið útbúið bleika kremið.

Bleikur glassúr. Það sem einkennir möndlukökuna góðu er bleiki fallegi glassúrinn.

50 g smjör, brætt
150 – 200 g flórsykur
Vatn eftir þörfum
Möndludropar, magn eftir smekk (c.a. 1/2 teskeið)
Bleikur matarlitur, magn eftir smekk (þið getið líka notað Ríbena sólberjasafa)
Aðferð:
Bræðið smjör í potti.
Blandið flórsykrinum saman við og hrærið stöðugt, bætið vatninu saman við og hrærið þar til þið eruð ánægð með áferðina á kreminu.
Ég setti smávegis af möndludropum í kremið en það er smekksatriði.
Hellið kreminu yfir kökuna og berið strax fram.

Ásthildur kom með hjartalaga súkkulaðitertu. Uppskriftin er HÉR
Ásthildur kom með snúðaköku. Uppskriftin er HÉR
Bergþór, Agnieszka, Kristín Mjöll, Andrew og Helga
Albert, Andrew og Bergþór
Sushi-rúllur með möndlusmyrju og grænmeti. Uppskriftir er fengin hjá Heilsubankanum

Grunnhráefni: Nori-blöð, möndlusmyrja, fylling (grænmeti) og ídýfa ef vill

Sushi-rúllur með möndlusmyrju og grænmeti

3 bollar möndlur
4 msk engifer
2 vorlaukar
3 msk rautt mísó
2 msk tamari sósa
1 msk eplaedik
Bæta við sætu eftir smekk (stevía eða monk fruit dropar)

Leggja möndlurnar í bleyti í 6-8 klst, skola og þerrið á viskustykki
Blanda saman vorlauk og engifer í matvinnsluvél, bæta svo möndlurnum við og mala í fínt mjöl.
Bæta við mísó, tamari, ediki og sætu og blanda vel.

Maukinu er svo dreift jafnt yfir nori-blöð (eins og hrísgrjónum) og skilin eftir 1 cm breidd ræma þvert yfir við einn endann. Fyllingu er dreift dreift þvert yfir hluta ábreiðunnar og síðan nori-blöðunum rúllað upp utan um fyllinguna og möndlusmyrjuna, byrjað að rúlla upp frá öndverðum enda við ræmuna. Ræman er bleytt með vatni (af fingurgómi) þegar búið er að rúlla upp utan um fyllinguna, og límist þá þessi ræma við rúlluna. Rúllurnar er svo skornar niður í hæfilega bita.

Tillögur að fyllingu: agúrka, soðnar sætar kartöflur, avókadó, gulrætur, spírur, sellerí, allt skorið eða lagt í mjóar lengjur.

Mísó-engifer sósa
3 msk hvítt mísó
2 msk rifið engifer
sítrónusafi úr einni sítrónu
safi úr hálfri appelsínu
2-4 msk vatn eins og þarf þar til þykktin er passandi
stevíu- eða monkfruit dropar eftir smekk

Blanda allt saman í blandara og bragða til

Þessa fallegu tertu kom Agnieszka Krupa með
Kristín Mjöll og Helga
Andrea, Marzena, Hulda og María Ósk njóta veitinganna
Hluti af kaffimeðlætinu í grunnskólanum á Patreksfirði

PATREKSFJÖRÐURFÖSTUDAGSKAFFITERTUR —  KAFFIHLAÐBORР —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.