Lifrarbuff frá Eskifirði

Lifrarbuff eskifjörður Sólveig Eiríksdóttir lifrabuff Fjölnir Guðmannsson brimnes lambalifur lifur innyfli íslenskur matur lifrabuff
Sólveig og Fjölnir

Lifrarbuff frá Eskifirði

Þessi uppskrift birtist í DV í maí árið 1987. Blaðamenn neytendasíðu blaðsins hafa greinilega óskað eftir auðveldum, ódýrum og jafnframt næringarríkum hvunndagsuppskriftum í dálki sem kallaður er Uppskriftaþeysa DV. Sólveig systir mín sendi inn þessa líka fínu uppskrift. Í textanum kemur fram að hráefnið kosti innan við 100 kr. og dugi vel í tvær máltíðir fyrir hjón með eitt barn. Ástæðan fyrir því að uppskriftin birtist hér er að frænka mín hringdi og sagði mér að þessi uppskrift hafi fylgt þeim hjónum alla þeirra búskapartíð. Nú eru hins vegar góð ráð dýr því hún finnur hvergi uppskriftina – hún var þess fullviss að hún væri til hér á bæ….

— LIFURESKIFJÖRÐURSÓLVEIGFJÖLNIRLIFRARBUFF

.

Lifrarbuff
Lifrarbuff frá Eskifirði

Lifrarbuff frá Eskifirði

450 g lifur, hreinsuð og í bitum

250-300 g soðnar kartöflur, brytjaðar

1 laukur

1 dl heilhveiti

1/4 tsk pipar

1/2 tsk salt

1/4 tsk paprikuduft

1/4 tsk karrí

1/4 tsk hvítlauksduft

Hakkið saman lifur, kartöflur og lauk (eða setjið í matvinnsluvél). Hrærið saman við heilhveiti og kryddi.

Blandið öllu saman og látið standa í um 30 mín. Steikið í olíu á pönnu.

.

— LIFURESKIFJÖRÐURSÓLVEIGFJÖLNIR

— LIFRARBUFF FRÁ ESKIFIRÐI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Texmex-heitur réttur í ofni og Súkkulaðieggjakaka

Texmex-heitur réttur í ofni. Heitir réttir í ofni standa alltaf fyrir sínu og hafa glatt þjóðina í áratugi. Hver hefur ekki upplifað í veislum að heitu réttirnir virðast gufa upp eins og dögg fyrir sólu. Það er afar auðvelt að fá matarást á Halldóru systur minni, það þekkja þeir fjölmörgu sem hafa borðað hjá henni í gegnum tíðina. Hér galdrar hún fram heitan rétt með Texmex osti, rétt sem tekur stutta stund að undirbúa og aðeins þarf að baka í korter. Hentugt fyrir fólk sem er á hraðferð. Einnig er uppskrift að súkkulaðieggjaköku.

Peru- og eplabakstur með kínóa og pekanhnetum

Peru- og eplabakstur með kínóa og pekanhnetum Það er hressilegt að skoða uppskriftir sem kannski eru ekki komnar til ára sinna en þó - þessi glaðlegi saumaklúbbur varð til er þær fluttu flestar austur aftur í kringum aldamótin að loknu námi og settust að í Garðaholtinu á Fáskrúðsfirði. Í góðlátlegu gríni segjast þær fljótlega hafa uppgötvað að þær höfðu ekki fengið boð um að vera í neinum saumaklúbbum svo að þær tóku saman ráð sín og stofnuðu sinn eigin. Fyrst var hist hálfs mánaðarlega en núna koma þær saman einu sinni í mánuði.