
Hr. Skov salt – alveg súperfínt
Salt er sko ekki sama og salt. Cuisine.is er með vörur frá Hr. Skov í Danmörku. Þar á meðal þetta salt, ólíkar tegundir – hver annarri betri. Hr. Skov vörurnar fást meðal annars í verslunum Hagkaupa, Kjötbúrinu Selfossi og Sælkerabúðinni Bitruhálsi. Á heimasíðunni eru ítarlegri upplýsingar um Hr. Skov vörurnar.
Svo er eitt og annað á Facebook síðunni.
Grillsalt
Reykt paprika einkennir grillsaltið. Grillsaltið hentar vel á allan grillmat, í mexíkóska matargerð sem og til marineringar.
Nauðsynlegt þegar þú vilt skara fram úr á grillinu.
Ramslauksalt
Einkenni þessarar vöru er bragð af villtum hvílauk, hrútlauk eins og hann er gjarnan nefndur hér á Íslandi.
Ramslaukssalt hentar á smurbrauð, steikur, lax, í salöt og sem matarsalt.
Hafþyrnisalt
Saltblanda með þurrkuðum villtum dönskum hafþyrni. Hafþyrniber vaxa villt við sjávarsíðuna í Evrópu og einkenni þeirra er súrt bragð.
Hentar fyrir allar tegundir af fiski og skelfiski, salötum og samlokum.
Veiðmannasalt
Salt veiðimannsins samanstendur af salti, þurrkaðri rauðri og grænni papriku sem og gulum sinnepskornum og kúmeni.
Salt veiðimannsins passar vel á steikur, kjúkling, villikjöt og nautakjöt.

Hér er aðeins meira um Cuisine: UM OKKUR
