Hr. Skov salt – súperfínt danskt salt

Hr. Skov salt - alveg súperfínt Cuisine danmörk danskt salt gæða salt Rafn heiðar ingólfsson
Hr. Skov salt – alveg súperfínt danskt salt.

 Hr. Skov salt – alveg súperfínt

Salt er sko ekki sama og salt. Cuisine.is er með vörur frá Hr. Skov í Danmörku. Þar á meðal þetta salt, ólíkar tegundir – hver annarri betri. Hr. Skov vörurnar fást meðal annars í verslunum Hagkaupa, Kjötbúrinu Selfossi og Sælkerabúðinni Bitruhálsi. Á heimasíðunni eru ítarlegri upplýsingar um Hr. Skov vörurnar.

Svo er eitt og annað á Facebook síðunni.

Grillsalt
Reykt paprika einkennir grillsaltið. Grillsaltið hentar vel á allan grillmat, í mexíkóska matargerð sem og til marineringar.
Nauðsynlegt þegar þú vilt skara fram úr á grillinu.

Ramslauksalt
Einkenni þessarar vöru er bragð af villtum hvílauk, hrútlauk eins og hann er gjarnan nefndur hér á Íslandi.
Ramslaukssalt hentar á smurbrauð, steikur, lax, í salöt og sem matarsalt.

Hafþyrnisalt
Saltblanda með þurrkuðum villtum dönskum hafþyrni. Hafþyrniber vaxa villt við sjávarsíðuna í Evrópu og einkenni þeirra er súrt bragð.
Hentar fyrir allar tegundir af fiski og skelfiski, salötum og samlokum.

Veiðmannasalt
Salt veiðimannsins samanstendur af salti, þurrkaðri rauðri og grænni papriku sem og gulum sinnepskornum og kúmeni.
Salt veiðimannsins passar vel á steikur, kjúkling, villikjöt og nautakjöt.

Cuisine.is

Hér er aðeins meira um Cuisine: UM OKKUR

 

Færslan er unnin í samvinnu við Cuisine.is
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla