Gulrótakakan mín

Gulrótakakan mín bríet irma jónudóttir gulrótaterta easy carrot cake recepie gulrótakaka Jóna Kristín Þorvaldsdóttir Berta Dröfn smjörkrem gulrætur kanill , appelsínur
Gulrótakaka með himneskum appelsínukeim – ein sú allra besta

Gulrótakakan mín

Bríet Irma Jónudóttir er afar flink í eldhúsinu eins og hún á kyn til – ekki bara það hún hannar peysur og prjónar og heldur úti Instagramsíðunni Irmaknit. Appelsínubragðið af gulrótatertunni lyftir henni í hæstu hæðir.

GULRÓTAKÖKURJÓNA KRISTÍN (mamma Bríetar)BERTA DRÖFN (systir Bríetar)

.

Gulrótakaka með himneskum appelsínukeim – ein sú allra besta

Gulrótakakan mín

Botn
* 4 egg
* 5 dl púðursykur
* 5 dl rifnar gulrætur
* 1 appelsína skorin í bita
* 5 dl hveiti
* 2 tsk matarsódi
* 1 tsk lyftiduft
* 1 tsk vanilludropar
* 1/2 tsk kanill
* 3,25 dl matarolía

Rífið niður gulrætur, skerið niður appelsínu og marinera það í olíunni.
1. Egg og sykur þeytt saman
2. Ólíublöndunni bætt við
3. þurrefnum hrært saman við

Setjið í tvö form, bakið við 180°C í  35-40 mín

Appelsínusmjörkrem

* 150 g smjör, við stofuhita
* 200 g hreinn rjómaostur eða mascarpone
* 500 g flórsykur
* 100 g hvítt súkkulaði
* 1 tsk vanilludropar
* 1-2 tsk appelsínu þykkni eða safi

Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði. Þeytið vel saman smjör, rjómaost, flórsykur og vanillu. Bætið súkkulaðinu saman  við í lokin.

Albert og Bríet Irma

GULRÓTAKÖKURJÓNA KRISTÍN (mamma Bríetar)BERTA DRÖFN (systir Bríetar)

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Smákökur Önnu K.

OPUS

Smákökur Önnu K. Við höfum verið svo lánsamir að vera dómarar í smákökusamkeppni hjá starfsfólki OPUS lögmanna í nokkur ár og fáum með okkur nýjan gestadómara í hvert sinn. Að þessu sinni kom Vigdís Finnbogadóttir með okkur og heillaði alla með ljúfmannlegri framkomu sinni og elskulegheitum. Kormákur gerði sér lítið fyrir og sigraði smákökusamkeppnina. Dómnefndin var sammála um að þessar bragðgóðu smákökur verðskulduðu fyrsta sætið. Þær minntu bæði á Gyðingakökur og Bessastaðakökur.

Portvínssoðin fíkjusulta

Portvínssoðin fíkjusulta. Það er bæði auðvelt og fljótlegt að útbúa fíkjusultu eins og þessa. Hún hentar afar vel með ostum og eflaust líka með (grill)steikum þó ég hafi ekki prófað það