Gulrótakakan mín

Gulrótakakan mín bríet irma jónudóttir gulrótaterta easy carrot cake recepie gulrótakaka Jóna Kristín Þorvaldsdóttir Berta Dröfn smjörkrem gulrætur kanill , appelsínur
Gulrótakaka með himneskum appelsínukeim – ein sú allra besta

Gulrótakakan mín

Bríet Irma Jónudóttir er afar flink í eldhúsinu eins og hún á kyn til – ekki bara það hún hannar peysur og prjónar og heldur úti Instagramsíðunni Irmaknit. Appelsínubragðið af gulrótatertunni lyftir henni í hæstu hæðir.

GULRÓTAKÖKURJÓNA KRISTÍN (mamma Bríetar)BERTA DRÖFN (systir Bríetar)

.

Gulrótakaka með himneskum appelsínukeim – ein sú allra besta

Gulrótakakan mín

Botn
* 4 egg
* 5 dl púðursykur
* 5 dl rifnar gulrætur
* 1 appelsína skorin í bita
* 5 dl hveiti
* 2 tsk matarsódi
* 1 tsk lyftiduft
* 1 tsk vanilludropar
* 1/2 tsk kanill
* 3,25 dl matarolía

Rífið niður gulrætur, skerið niður appelsínu og marinera það í olíunni.
1. Egg og sykur þeytt saman
2. Ólíublöndunni bætt við
3. þurrefnum hrært saman við

Setjið í tvö form, bakið við 180°C í  35-40 mín

Appelsínusmjörkrem

* 150 g smjör, við stofuhita
* 200 g hreinn rjómaostur eða mascarpone
* 500 g flórsykur
* 100 g hvítt súkkulaði
* 1 tsk vanilludropar
* 1-2 tsk appelsínu þykkni eða safi

Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði. Þeytið vel saman smjör, rjómaost, flórsykur og vanillu. Bætið súkkulaðinu saman  við í lokin.

Albert og Bríet Irma

GULRÓTAKÖKURJÓNA KRISTÍN (mamma Bríetar)BERTA DRÖFN (systir Bríetar)

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.