Frískandi rabarbaradrykkur
Fátt er eins svalandi og frískandi og kaldur rabarbaradrykkur. Sumarlegur, hressandi drykkur.
— RABARBARI — DRYKKIR — SUMAR…. —
.
Frískandi rabarbaradrykkur
1,5 kg rabarbari
Vatn
500 g sykur
ca 1/3 b engifer í sneiðum
1 b Ribena.
Skerið rabararbarann gróft (svo leggirnir fari vel í pottinum), bætið við vatni svo fljóti yfir. Bætið við sykri og engifer. Sjóðið í 10 mín. Látið kólna í pottinum.
Sigtið hratið frá, bætið Ribena við og kælið.
Blandið saman við vatn eða sódavatn (ca til helminga) og svalið ykkur.
.