Frískandi rabarbaradrykkur

Frískandi rabarbaradrykkur rabarbari rabbabari drykkur svalandi frískur sumardrykkur sumar engifer ribena sumar sumardrykkur sumarlegur
Frískandi rabarbaradrykkur

Frískandi rabarbaradrykkur

Fátt er eins svalandi og frískandi og kaldur rabarbaradrykkur. Sumarlegur, hressandi drykkur.

— RABARBARI — DRYKKIRSUMAR….

.

Skálað í rabarbaradrykknum í blíðunni á Austurlandi

Frískandi rabarbaradrykkur

1,5 kg rabarbari
Vatn
500 g sykur
ca 1/3 b engifer í sneiðum
1 b Ribena.

Skerið rabararbarann gróft (svo leggirnir fari vel í pottinum), bætið við vatni svo fljóti yfir. Bætið við sykri og engifer. Sjóðið í 10 mín. Látið kólna í pottinum.

Sigtið hratið frá, bætið Ribena við og kælið.

Blandið saman við vatn eða sódavatn (ca til helminga) og svalið ykkur.

Rabarbari, engifer, vatn og sykur

— RABARBARI — DRYKKIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kaffihúsið Pallett í Hafnarfirði

Pallett - Albert og Pálmar Pallett

Það er reglulega heimilislegt að fara á Pallett, til þeirra Davids og Pálmars. David kemur með sín ensku áhrif (bestu Scones á Íslandi) og er Pálmar margfaldur Íslandsmeistari kaffibarþjóna. Hér er allt heimalagð frá grunni, eins og í öllum góðum eldhúsum.

Kínóa með eggaldin, sveppum og spínati

Kínóa með eggaldin, sveppum og spínati. Eggaldin eru í miklu uppáhaldi hér um þessar mundir. Veit bara ekki hvernig þetta gæða-grænmeti gat farið framhjá mér svo árum skiptir. Svo er eggaldinið hollt ekki síður en kínóa. Fjólublái liturinn á myndinni kemur af grófu bláberjasalti . Einfaldur, góður og hollur réttur sem tekur ekki svo langan tíma að útbúa. Þetta getur bæði verið aðalréttur eða meðlæti.