Ofnbakaður lax með Mangó chutney og pistasíum

Ofnbakaður lax með Mangó chutney og pistasíum FISKUR Í OFNI OFNBAKAÐUR FISKUR
Ofnbakaður lax með Mangó chutney og pistasíum

Ofnbakaður lax með Mangó chutney og pistasíum

Lax er feitur, hollur og góður. Í staðinn fyrir að baka laxinn í ofni má setja hann á grillið. Það er vel þess virði að útbúa mangó chutney, það er mun bragðmeira en það sem fæst í búðum.

FISKRÉTTIR FISKUR Í OFNI MANGÓ CHUTNEY

.

Ofnbakaður lax með Mangó chutney og pistasíum.

1 flak af laxi

1 b Mangó chutney

1-2 dl pistasíuhnetur.

Setjið álpappír í ofnskúffu og laxinn ofan á. Brjótið álpappírinn upp að flakinu svo mangó chutneyið renni ekki út um allt. Hellið Mangó Chutney yfir og dreifið pistasíunum yfir. Bakið í ofni við 170°C í um 20 mín. Tíminn fer bæði eftir ofnum og þykkt flaksins.

Mangó chutney

1 laukur

2-3 msk góð matarolía

1 vel þroskað stórt mangó

1 tsk kanill

1 tsk cumin

1 tsk kóriander

1/2 tsk kardimommur

1/3 tsk múskat

1 msk rifið engifer

chili

1 hvítlauksrif

1/2 b sykur

1/3 b edik

1/2 b vatn

1 tsk salt

Skerið laukinn og léttsteikið í olíunni. Skerið mangóið frekar smátt, bætið útí ásamt kryddinu, edikinu og vatninu. Látið sjóða í 30-40 mín. Látið kólna aðeins, setjið þá í glerkrukkur og lokið strax. Geymið í ísskáp.

FISKRÉTTIR FISKUR Í OFNI MANGÓ CHUTNEY

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Flatbrauð/flatkökur

Flatbrauð. Reglulega hringi ég í móður mína til að fá hjá henni uppskriftir og ráðleggingar um eitt og annað er við kemur bakstri og fleiru. Nú var komið að því  að bretta upp ermar og steikja flatbrauð í fyrsta skipti..... Mamma veitti góð ráð eins og oft áður. Fyrir langa löngu heyrði ég gamla frænku mína segja að galdurinn við flatbrauðsdeigið væri að nota sjóðandi vatn saman við mjölið. Annars mun það hafa þekkst í gamla daga að konurnar báru feiti á hendurnar á sér áður en þær hófu að hnoða deigið. En við í nútímanum veljum góða matarolíu í deigið.

Rabarbarasulta með engifer

Rabarbarasulta

Rabarbarasulta með engifer. Ó blessað sultutauið sem hefur fylgt þjóðinni í gegnum aldirnar. Held ég hafi borðað yfir mig af rabarbarasultu í æsku, eða svona næstum því....  Við Marsibil suðum rabarbarasultu og hún sá um að merkja krukkurnar.

Leikir í matarboðum

Leikir í matarboðum

Leikir í matarboðum
Við systkinin erum leikjaóð og notum hvert tækifæri til að fara í leiki. Félagsráðgjafi og fjölskylduvinur spurði góðlátlega hvort við hefðum ekki haft tækifæri til að leika okkur nægjanlega í æsku....