Frönsk súkkulaðiterta, létt
Já já, það er alveg hægt að baka franska súkkulaðitertu án hveitis.
— SÚKKULAÐITERTUR — TERTUR — KAFFIMEÐLÆTI — BAKSTUR —
.
Frönsk súkkulaðiterta, létt
Bræðið saman í potti:
250 g smjör
230 sykur
100 g dökkt súkkulaði t.d. 56%
150 g suðusúkkulaði
Takið af hellunni og látið kólna á meðan egg eru þeytt.
Þeytið 4 egg + sykur með 1 tsk vanillusykri þar til þau eru hvít. Hellið súkkulaðiblöndunni smátt og smátt út í meðan þeytt er áfram.
Bakið í smelluformi með bökunarpappír við 175°C í 45 mín (munið að ofnar eru misjafnir). Leyfið aðeins að kólna, losið smelluna frá, setjið disk yfir og snúið við. Sigtið flórsykur yfir. Gott er að hafa þeyttan rjóma með.
Tilbrigði:
– aðeins hvítt súkkulaði
– blanda saman við rjómann 2 stífþeyttum eggjum með smá vanillusykri
– bæta 100-150 g valhnetum eða öðru sem ykkur dettur í hug út í deigið
– 1/3 tsk salt
– smá chiliduft.
— SÚKKULAÐITERTUR — TERTUR — KAFFIMEÐLÆTI — BAKSTUR —
.