Auglýsing
Döðlubrauð Rannveigar Föstudagskaffi döðlur brauð döðlukaka rannveig hróflsdóttir
Döðlubrauð Rannveigar

Döðlubrauð Rannveigar

Rannveig kom með dásamlegt döðlubrauð í síðasta föstudagskaffi.

—  DÖÐLUBRAUÐFÖSTUDAGSKAFFI

.

Döðlubrauð Rannveigar

100g döðlur
100g sykur
50g smjör
1 3/4 dl vatn (sjóðandi)
1 egg
1 tsk matarsódi
250g hveiti
1/2 tsk salt
100g saxaðar hnetur

Döðlum, sykri, smjöri og vatni blandað saman og kælt. Þegar blandan er orðin köld er eggi, matarsóda, hveiti, salti og hnetum blandað vel saman við. Bakað við 170°C (blástur) í 45-50 mín.

Þetta er frekar lítil uppskrift – eitt svona meðalstórt brauð.

Verði þér að góðu, kv. Rannveig
e.s. þetta er örugglega hundrað ára gömul uppskrift… 🙂

Döðlubrauð
Döðlubrauð Rannveigar

.

— DÖÐLUBRAUÐ RANNVEIGAR —

.

Auglýsing

2 athugasemdir

Comments are closed.