Humarveisla Önnu Rósu

Anna Rósa Bjarnadóttir HNÍFSDALUR kristinn héðinsson ísafjörður bóndakökur humar humarveisla bóndasmákökur besta humarsósa
Anna Rósa við humarveisluborðið

Humarveisla Önnu Rósu

Í upphafi ársins vorum við á Indlandi, sama dag og við komum heim var hugmyndin að bruna beint að veislustýra í sextugsafmæli Önnu Rósu vinkonu okkar. Það fór hins vegar þannig að vélinni frá Indlandi til Katar seinkaði svo við misstum af tengifluginu og þar af leiðandi afmælinu mikla.

Hjónin Anna Rósa og Kiddi erum mikið matfólk og margir þekkja hjá þeim grillaða humarinn og humarsósuna góðu sem slær allar aðrar út.

ANNA RÓSAVEISLUSTJÓRARINDLANDHUMARSMÁKÖKUREFTIRRÉTTIRHNÍFSDALURÍSAFJÖRÐUR

.

Grillaður humar með salati og sósunni góðu

„Ég klippi af himnuna undir humrinum og pensla ólífuolíu á hann þessi var það stór að ég grillaði hann í 5 mín á 200°C ef hann er minni þá er nóg að grilla í 3 mín ef humar er grillaður of lengi þá verður hann (linur – drullulegur).

Himnesk humarsósa, ein sú allra besta

Humarsósa

4 væn hvítlauksrif
1 msk smjör
1 1/2 tsk Aromat
safi úr 1/2 sítrónu
1 msk saxað estragon (fáfnisgras)
2 1/2 dl rjómi

Bræðið smjör í potti, saxið hvítlaukinn smátt og setjið í smjörið uns hann verður glær, þá aromatið og látið malla pínustund.
Bætið sítrónusafa saman við, látið suðuna koma upp og bætið rjómanum og estragoni saman við.

Sykurpúðar og sýrður rjómi

Sykurpúðar og sýrður rjómi

1 lítil dós ananaskurl
1 lítil dós mandarínur
3 dl sýrður rjómi
1 1/2 dl sykurpúðar, klipptir í bita
Látið vökvann renna af ananas og mandarínum
Blandið öllu saman í skál
Látið standa í nokkrar klukkustundir í ísskáp, eða yfir nótt

Skreytið með söxuðu suðusúkkulaði

„Bóndakökur uppskrift frá tengdamömmu minni uppáhaldssmákökur Kidda sem er fæddur og uppalin í Hnifsdal” segir Anna Rósa. Þau hjónin bjuggu í mörg ár á Ísafirði. Því miður gleymdist að mynda Kidda og er beðst velvirðingar á  því.

Bóndakökur

300 g smjörlíki
450 g hveiti
300 g sykur
110 g kókosmjöl
3 msk. sýróp
1 og 1/2 tsk sódaduft (matarsódi)
2 egg

Allt sett í skál og hnoðað
Mótið sívalar lengjur
Skipið niður í ca 1 cm. bita
Raðið á plötu og þrýsið létt á hvern bita með buffhamri til að fá rétta munstrið (alveg nauðsynlegt ) bakað við 175-180°C  í ca 9 til 10 mín

Humarinn penslaður með ólífuolíu
nýgrillaður humar
Grænt salat með fetaosti, gojiberju og dressingu

Dressingin
9 msk góð ólífuolía
3 msk hvítvínsedik
2-3 tsk Dijon sinnep
salt og pipar eftir smekk sykur á hnífsoddi
2 hvítlauksrif, marin
Öllu nema olíunni blandað saman og þeytt vel í skál. Olíunni blandað hægt saman við, látin renna í bunu í blönduna og þeytt.

„Þessi uppskrift er stór ég helminga hana yfirleitt”

ANNA RÓSAVEISLUSTJÓRARINDLANDHUMARSMÁKÖKUREFTIRRÉTTIRHNÍFSDALURÍSAFJÖRÐUR

— HUMARVEISLA ÖNNU RÓSU —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.