Veitingastaðurinn Sól í Hafnarfirði
Nýlega opnaði veitingastaðurinn Sól Restaurant í Hafnarfirði. Staðurinn er inni í fallegu gróðurhúsi, þar sem gestir borða fyrir ofan gróskumikla uppskeruna sem er fyrir neðan glergólfið, mjög frumleg og ævintýraleg upplifun. Þetta blómlega grænmeti er einmitt notað við eldamennskuna, ferskara verður það víst ekki.
Sól er sannkallaður gullmoli í veitingahúsaflóru landsins, hugmyndin að staðsetningunni og innviðum í alla staði einstök og það besta er að maturinn er stórfínn – hver rétturinn öðrum betri. Þjónustan var létt og frjálsleg. Gestir njóta útsýnis yfir gróðurhúsið – það er dásamlegt hvert sem litið er.
Veitingastaðurinn Sól er einstaklega fallegur veitingastaður, eftirminnilegur í alla staði og afskaplega góður matur.
— VEITINGA- OG KAFFIHÚS — HAFNARFJÖRÐUR — BORÐSIÐIR —
.
Recently, Sól Restaurant opened in Hafnarfjörður. The restaurant is located inside a beautiful greenhouse, where guests dine above the lush harvest visible beneath the glass floor, offering a truly original and magical experience. This thriving produce is used in the cooking, ensuring the freshest ingredients possible.
— VEITINGA- OG KAFFIHÚS — HAFNARFJÖRÐUR — BORÐSIÐIR —
.