Veitingastaðurinn Sól

Albert, Helgi Henrik og Bergþór á veitingastaðnum Sól í hafnarfirði hafnarfjörður sól restaurant best restaurant in hafnarfjordur Sól Restaurant opened in Hafnarfjörður
Albert, Helgi Henrik og Bergþór dol­falln­ir á veitingastaðnum Sól. Meðan við snæddum góðan mat fórum við yfir helstu borðsiði með Helga. Hann er opinn fyrir slíku og meðvitaður um mikilvægi þeirra.

Veitingastaðurinn Sól í Hafnarfirði

Nýlega opnaði veitingastaðurinn Sól Restaurant í Hafnarfirði. Staðurinn er inni í fallegu gróðurhúsi, þar sem gestir borða fyrir ofan gróskumikla uppskeruna sem er fyrir neðan glergólfið, mjög frumleg og ævintýraleg upplifun. Þetta blómlega grænmeti er einmitt notað við eldamennskuna, ferskara verður það víst ekki.

Sól er sannkallaður gullmoli í veitingahúsaflóru landsins, hugmyndin að staðsetningunni og innviðum í alla staði einstök og það besta er að maturinn er stórfínn – hver rétturinn öðrum betri. Þjónustan var létt og frjálsleg. Gestir njóta útsýnis yfir gróðurhúsið – það er dásamlegt hvert sem litið er.

Veitingastaðurinn Sól er einstaklega fallegur veitingastaður, eftirminnilegur í alla staði og afskaplega góður matur.

 

VEITINGA- OG KAFFIHÚSHAFNARFJÖRÐURBORÐSIÐIR

.

Veitingastaðurinn Sól er einstaklega fallegur veitingastaður, eftirminnilegur í alla staði og stórfínn matur. Sannkallaður gullmoli
Nýlega opnaði veitingastaðurinn Sól Restaurant í Hafnarfirði. Staðurinn er inni í fallegu gróðurhúsi, þar sem gestir borða fyrir ofan gróskumikla uppskeruna sem er fyrir neðan glergólfið, mjög frumleg og ævintýraleg upplifun. Þetta blómlega grænmeti er einmitt notað við eldamennskuna, ferskara verður það víst ekki.
Fyrsti bjórinn á Sól er í gerjun
Sumarlegir fordrykkir
Tómatar og Burrata
Reykt bleikja með steiktu rúbrauði
Hvala carpaccio með parmesan,, sítrónu og pestói
Steinbítur með skessjujurt, perlulauk, Romanesco, bagna cauda.
Lambafillet með jarpeplum, rabarbara, rauðrófum og nautagljáa
Kleinur með kardimommu, sírópi og ís

Recently, Sól Restaurant opened in Hafnarfjörður. The restaurant is located inside a beautiful greenhouse, where guests dine above the lush harvest visible beneath the glass floor, offering a truly original and magical experience. This thriving produce is used in the cooking, ensuring the freshest ingredients possible.

VEITINGA- OG KAFFIHÚSHAFNARFJÖRÐURBORÐSIÐIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Marengsrúlla – ljúffeng og ömmuleg

Marengsrúlla. Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá hef ég hvatt til þess að borða hollt með því meðal annars að draga úr sykri. Það er ekki þar með sagt að við þurfum að sniðganga sætindi, verum bara meðvituð hvað við borðum. Þessi marengsrúlla bragðast afar vel og satt best að segja gleymdi ég alveg að vera meðvitaður þegar ég komst í hana.... Átta ára stúlka fékk sér sneið og sagði að hún væri svo ljúffeng að það væri eins og einhver amma hefði bakað hana. 

Skonsubrauðterta – þessi gamla góða

Skonsubrauðterta. Í mínu ungdæmi voru brauðtertur einfaldlega skonsubrauðtertur, það var svo ekki fyrr en seinna að ég sá að til voru aðrar útgáfur. Þegar ég sé skonsubrauðtertur fer um mig notaleg sælutilfinning. Skrautið á brauðtertunum skiptir miklu máli, alveg jafnmiklu máli og brauðmetið og salatið

Súkkulaðiterta með viðhöfn

Ferrero Rocherterta

Súkkulaðiterta með viðhöfn. Hneturnar og pralínið úr þeim gera þessa tertu að sérstakri upplifun. Stökkt kornfleksið saman við pralínsmjörið gerir fólk þannig á svipinn, að það virðist hafa komist til himnaríkis. Alla vega er þetta hátíðaterta með þremur kremum (!) og gott að hafa góðan tíma til að útbúa. En stundum er gaman að hafa mikið við, t.d. á jólum, páskum, stórafmælum eða brúðkaupum.