Veitingastaðurinn Sól

Albert, Helgi Henrik og Bergþór á veitingastaðnum Sól í hafnarfirði hafnarfjörður sól restaurant best restaurant in hafnarfjordur Sól Restaurant opened in Hafnarfjörður
Albert, Helgi Henrik og Bergþór dol­falln­ir á veitingastaðnum Sól. Meðan við snæddum góðan mat fórum við yfir helstu borðsiði með Helga. Hann er opinn fyrir slíku og meðvitaður um mikilvægi þeirra.

Veitingastaðurinn Sól í Hafnarfirði

Nýlega opnaði veitingastaðurinn Sól Restaurant í Hafnarfirði. Staðurinn er inni í fallegu gróðurhúsi, þar sem gestir borða fyrir ofan gróskumikla uppskeruna sem er fyrir neðan glergólfið, mjög frumleg og ævintýraleg upplifun. Þetta blómlega grænmeti er einmitt notað við eldamennskuna, ferskara verður það víst ekki.

Sól er sannkallaður gullmoli í veitingahúsaflóru landsins, hugmyndin að staðsetningunni og innviðum í alla staði einstök og það besta er að maturinn er stórfínn – hver rétturinn öðrum betri. Þjónustan var létt og frjálsleg. Gestir njóta útsýnis yfir gróðurhúsið – það er dásamlegt hvert sem litið er.

Veitingastaðurinn Sól er einstaklega fallegur veitingastaður, eftirminnilegur í alla staði og afskaplega góður matur.

 

VEITINGA- OG KAFFIHÚSHAFNARFJÖRÐURBORÐSIÐIR

.

Veitingastaðurinn Sól er einstaklega fallegur veitingastaður, eftirminnilegur í alla staði og stórfínn matur. Sannkallaður gullmoli
Nýlega opnaði veitingastaðurinn Sól Restaurant í Hafnarfirði. Staðurinn er inni í fallegu gróðurhúsi, þar sem gestir borða fyrir ofan gróskumikla uppskeruna sem er fyrir neðan glergólfið, mjög frumleg og ævintýraleg upplifun. Þetta blómlega grænmeti er einmitt notað við eldamennskuna, ferskara verður það víst ekki.
Fyrsti bjórinn á Sól er í gerjun
Sumarlegir fordrykkir
Tómatar og Burrata
Reykt bleikja með steiktu rúbrauði
Hvala carpaccio með parmesan,, sítrónu og pestói
Steinbítur með skessjujurt, perlulauk, Romanesco, bagna cauda.
Lambafillet með jarpeplum, rabarbara, rauðrófum og nautagljáa
Kleinur með kardimommu, sírópi og ís

Recently, Sól Restaurant opened in Hafnarfjörður. The restaurant is located inside a beautiful greenhouse, where guests dine above the lush harvest visible beneath the glass floor, offering a truly original and magical experience. This thriving produce is used in the cooking, ensuring the freshest ingredients possible.

VEITINGA- OG KAFFIHÚSHAFNARFJÖRÐURBORÐSIÐIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súkkulaðikaka með saltkaramellusmjörkremi

Hulda Steinunn

Súkkulaðikaka með saltkaramellusmjörkremi. Úrvals hæfileikafólk leynist í mörgum eldhúsum, þó fari kannski ekki alltaf mikið fyrir því. Hulda Steinunn frænka mín er afar listræn og hugmyndarík. Hún hélt kaffisamsæti á dögunum og bauð þar upp á þessa dásamlegu súkkulaðitertu. Saltkaramellukremið er svo gott að þið ættuð a.m.k. að hugleiða að útbúa ríflega uppskrift af því (lesist: tvöfalda) - þetta er svona krem sem ekki er nokkur leið að hætta að borða...

Gratinerað blómkál

Gratinerað blómkál. Blómkál er herramannsmatur, það er fitusnautt og meinhollt. það inniheldur heil ósköp af vítamínum, en þó aðallega C vítamín. Munið bara að tyggja vel ef þið borðið blómkálið hrátt.

Pippterta frá Guju Begga

Pippterta. Guja Begga, eða Guðríður Bergkvistsdóttir, er ein af fjölmörgum konum sem ég hef matarást á - eða samt aðallega tertuást. Um árið bakaði hún fyrir mig Rasptertu og ég gerði mér upp erindi daginn eftir til að fá meira af tertunni. Núna bakaði Guja Pipptertu sem auðvitað bragðaðist vel eins og allt sem hún galdrar fram.