Auglýsing
rabarbarpæ, rabbarbarapæ, rabarbari, engifer kanill súkkulaði kókosmjöl fljótlegt, besta gott mjög frábært kaffimeðlæti, Albert Eiríksson, Templarinn, Fáskrúðsfjörður, Franskir dagar rabbabari einfalt mjög gott pai pæ baka kaka terta bakað úr með kaffinu rabarbara kaka kaka með rabarbara einfalt fljótlegt rhubarbcake Tarte à la rhubarbe
Rabarbarapæ Alberts

RABARBARAPÆ Alberts

Eitt vinsælasta kaffimeðlæti síðustu ára hefur verið rabarbarapæ, öll árin sem ég rak sumarkaffihús á Fáskrúðsfirði var boðið uppá pæið við miklar vinsældir. Var svo þreyttur á að skrifa uppskriftina upp fyrir gesti að ég lét prenta hana á kort, bæði á íslensku og frönsku, eins og hér má sjá fyrir neðan. Nú vorar og rabarbarinn farinn að vaxa, því er upplagt að bjóða sumarið velkomið með því að skella í pæ. Sjálfur er ég ekki hrifinn af að nota frosinn rabarbara og baka því aðeins pæið á meðan rabarbarinn vex.

Ef komið er fram í ágúst er gott að strá 1 msk af sykri yfir rabarbarann í forminu og láta bíða í nokkrar mínútur áður en deigið er látið yfir.  Rabarbari verður súrari eftir því sem á sumarið líður.

Auglýsing

G.K: „Svona eiga uppskriftir að vera: einfaldar og fljótlegar m. tilbrigðum -og bragðgóðar“

.

RABARBARIFÁSKRÚÐSFJÖRÐURFRANSKIR SJÓMENN BESTU RABARBARAUPPSKRIFTIRNAR

.

RABARBARAPÆ Alberts

Rabarbari ca 4-5 leggir

200 g smjör

2 dl sykur

1 tsk lyftiduft

2 dl hveiti

1 tsk vanilla eða vanillusykur

2 egg

Skolið rabarbarann og hreinsið, brytjið í 1-2 cm þykkar sneiðar. Setjið í eldfast form, vel botnfylli eða að vild.

Bræðið smjör í potti, bætið útí þurrefnunum og loks eggjunum. Blandið vel saman.  Hellið deiginu yfir rabarbarann. Bakið við 170 ° í 25-30 mín eða þangað til pæið er orðið gulleitt að ofan. Berið fram með rjóma eða ís.

-Gott er að setja kókósmjöl, engifer eða kanil til tilbreytingar.

-Vel má minnka smjörið um helming og nota (kókos)olíu á móti.

ENDILEGA DEILIÐ ÞESSARI FRÁBÆRU UPPSKRIFT SVO FLEIRI FÁI NOTIÐ  🙂

Rabarbarapæ einfalt fljótlegt gott
Rabarbarapæ Alberts
Tarte a la rhubarbe
Tarte à la rhubarbe – Rabarbarapæ Alberts

🇫🇷
Líka á frönsku – þið megið gjarnan láta Frakka vita af þessu

🇫🇷 🇮🇸

RABARBARIFÁSKRÚÐSFJÖRÐURFRANSKIR SJÓMENN BESTU RABARBARAUPPSKRIFTIRNAR

RABARBARAPÆ Alberts

💖

SaveSave

16 athugasemdir

 1. mmmmm….. ætla að baka þetta um helgina enda rabbarbarabarabarinn orðin stór og flottur í garðinum hjá mér 🙂

 2. sæll, er í lagi að skipta sykrinum út fyrir hrásykur?
  og þegar þú bætir kókosmjöli, engifer eða kanill út á setjur þú það þá ofan á rabbabarann undir deigið eða ?
  Kær kveðja

 3. Sæl, Berglind! Það er í góðu lagi að skipta sykri út fyrir hrásykur. Oftast set ég kókosmjöl, engifer eða kanil í deigið. En það kemur fyrir að ég strái kókosmjölinu yfir deigið

 4. Þessi baka er æðisleg – klikkar aldrei. Ég skar niður heilmikinn rabarbara í passlega skammta í bökuna og frysti. Ég er búin að prófa frosnu útgáfuna og hún var alveg í góðu lagi; ég mæli samt með að láta rabarbarann þiðna og þurrka hann vel áður en hann er settur í botninn á forminu. Mér finnst líka gott að strá pínu sykri yfir rabarbarann í botninum. Hrásykur er fínn. Takk fyrir frábæra viðbót við eftiréttasafnið;)

  • Gott að fá þessa púnta – er nefnlilega búin að þíða rabarbara sem ætlaður er í þessa böku -hef ekki prófað hana áður!

 5. Sæll hvað heldur þú að 4 til 5 leggir sé mikið í grömmum? ( því ég er búin að brytja hann niður)

 6. Sæll Albert,
  getur verið að ég hafi heyrt um “fiber mjöl” sem er blandað í hveiti. Ég hef verið að svipast um eftir því en ekki fundið. Einnig langar mig að spyrja þig hvort þú hefur notað Stevia í bakstur?
  Var að setja “like” á síðuna og hlakka til að fylgjast með.
  Kv. ingibjörg

  • Sæl Ingibjörg! Fiber mjölið heitir Husk og er mjög gott. Husk er hægt að nota í allan bakstur. Það fæst í mörgum búðum, m.a. í Heilsuhúsinu. Sjálfur hef ég ekki notað Stevíu í hefðbundinn bakstur en nota það stundum í hrákökur. Passaðu að nota mjög lítið af stevíu, hún er mjög sæt

 7. Algjörlega frábær uppskrift, fljótleg, einföld en þó fyrst og síðast syndsamlega gómsæt. Muldi reyndar hálfa plötu af suðusúkkulaði yfir áður en bakan fór í ofninn. Það skemmdi ekki fyrir!

 8. Allveg örugglega fínt að útbúa svona pæ og eiga klárt í frysti og líklega allt í góðu að frysta eftir að búið er að baka

 9. Ég geri þetta pæ oft en bæti í það marsipani sem ég ríf niður. Ég á frosin niðurskorin rabbabara, þannig að lítið mál er að skella í eitt pæ þegar gestir koma óvænt. Tekur aðeins örfáar mínútur þangað til húsið ilmar. En nýt þess í sumar að geta náð í rabbabara út í garð.

 10. Þessi er dásamlega góð, ég bæti söxuðum eplum við rabbabarann til að milda súrinn í rabbabaranum.

Comments are closed.