Rice krispies góðgæti með Þristi

Rice krispies góðgæti með Þristi Nína Jónsdóttir þristur

Rice krispies góðgæti með Þristi. Nína frænka mín er af annálaðri myndarfjölskyldu. Hún birti myndband á fasbókinni þar sem hún galdraði fram Rice krispies bombu með Þristi. Auðvitað fékk ég vatn í munninn, langaði helst að stökkva á hjólið og hjóla heim til hennar í kaffi. En ég gat hamið mig og óskaði þess í stað eftir uppskrift og mynd. Spurði Nínu hvort kakan ætti sér einhverja sögu? Nei en ég hef sagt í gríni að ég sakni þess að vera ekki boðin lengur í barnaafmæli því ég sakna Rice krispies 😊 Svo þetta er mín poppaða útgáfa af barnakökunni 🎂 

Rice krispies góðgæti með Þristi

100 g 40% dökkt súkkulaði

6 matskeiðar síróp

60 g smjör eða smjörvi

7 litlir Þristar

4 bollar Rice krispies

Setjið síróp, smjör, súkkulaði og Þrista í pott og hitið og hrærið í þar til súkkulaðið er alveg bráðið. Gott að hafa þrista ofan á súkkulaðinu til að byrja með svo þeir bræðist ekki alveg upp. Betra að taka af hellunni meðan lakkrísinn er enn í bitum. 4 bollum af Rice krispies blandað við og síðan hellt í mót. Stappað létt með gaffli yfir til að þetta verði ekki laust í sér. Sett í kæli.
Berið fram sem sælgætisbita eða tertu. Gott að setja þeyttan rjóma, banana eða jarðarber ofan á.

Nína Jónsdóttir

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.