Auglýsing

Rice krispies góðgæti með Þristi Nína Jónsdóttir þristur

Rice krispies góðgæti með Þristi. Nína frænka mín er af annálaðri myndarfjölskyldu. Hún birti myndband á fasbókinni þar sem hún galdraði fram Rice krispies bombu með Þristi. Auðvitað fékk ég vatn í munninn, langaði helst að stökkva á hjólið og hjóla heim til hennar í kaffi. En ég gat hamið mig og óskaði þess í stað eftir uppskrift og mynd. Spurði Nínu hvort kakan ætti sér einhverja sögu? Nei en ég hef sagt í gríni að ég sakni þess að vera ekki boðin lengur í barnaafmæli því ég sakna Rice krispies 😊 Svo þetta er mín poppaða útgáfa af barnakökunni 🎂 

Auglýsing

Rice krispies góðgæti með Þristi

100 g 40% dökkt súkkulaði

6 matskeiðar síróp

60 g smjör eða smjörvi

7 litlir Þristar

4 bollar Rice krispies

Setjið síróp, smjör, súkkulaði og Þrista í pott og hitið og hrærið í þar til súkkulaðið er alveg bráðið. Gott að hafa þrista ofan á súkkulaðinu til að byrja með svo þeir bræðist ekki alveg upp. Betra að taka af hellunni meðan lakkrísinn er enn í bitum. 4 bollum af Rice krispies blandað við og síðan hellt í mót. Stappað létt með gaffli yfir til að þetta verði ekki laust í sér. Sett í kæli.
Berið fram sem sælgætisbita eða tertu. Gott að setja þeyttan rjóma, banana eða jarðarber ofan á.

Nína Jónsdóttir