Fiskhlaðborðið í Englendingavík

Fiskhlaðborðið í Englendingavík fiskihlaðborð borgarnes margrét rósa magga rósa fiskur
Fiskhlaðborðið í Englendingavík

 

Fiskhlaðborðið í Englendingavík

Það tekur rétt klukkutíma að keyra frá Reykjavík upp í Borgarnes þar sem Margrét Rósa á og rekur Englendingavík. Algjörlega fullkomin staðsetning fyrir veitingastað. Fyrir framan húsið, í flæðarmálinu, er stór pallur. Umhverfið utan sem innan er ævintýralegt, en Margrét Rósa safnar ýmsum munum sem hún hefur gaman af að raða á smekklegan hátt. Við fórum í ákaflega lystugt fiskihlaðborð en einnig er hægt að velja úrvals sérréttaseðill.

— FISKUR – VEITINGA- OG KAFFIHÚS — BORGARNES — MARGRÉT RÓSAFERÐAST UM ÍSLAND

.

Fiskhlaðborð í Englendingavík

Marineraður lax í humarskelfisksósu
Gratíneraður plokkfiskur
Steikt langa í rósmarínsósu
Steiktar kartöflur
Kryddhrísgrjón
Salat

Á eftir var Pavlova og hvít súkkulaði mousse

Sveppasúpa í forrétt
Pavlova og hvít súkkulaði mousse
María Sigurðar, Edda Björgvins og Albert
Kokkurinn og vertinn, Bergleif og Magga Rósa
Fiskihlaðborðið í Englendingavík
Margrét Rósa safnar ýmsum munum sem hún hefur gaman af að raða á smekklegan hátt

— FISKUR – VEITINGA- OG KAFFIHÚS — BORGARNES — MARGRÉT RÓSAFERÐAST UM ÍSLAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.