Eplakaka Þorbjargar – sveigjanleg uppskrift

EPLAKAKA þorbjörg jónasdóttir eplaterta akureyri epli Ómar Kristinsson, Arnar Kristinsson, Albert, Kristinn Sigurðsson, Þorbjörg Jónasdóttir, Birgir Jónasson og Þórdís H Jónsdóttir.
Eplabaka Þorbjargar – „Reynslan segir mér að það geti komið sér vel að tvöfalda uppskriftina”

Eplakaka Þorbjargar – Mjög sveigjanleg uppskrift

Mikið er ánægjulegt að sitja með góðu fólki við fallega dúkað borð og njóta þess að borða ljúffengar veitingar. Eplabakan var meðal margra góðra veitinga í veislu Þorbjargar frænku minnar á Akureyri, MEIRA HÉR.

ÞORBJÖRGAKUREYRIKAFFIVEISLUREPLATERTUR

.

Eplakaka Þorbjargar – Mjög sveigjanleg uppskrift

3-4 epli skerið eplin, ekki mjög smátt og setjið í eldfast mót
Gott að strá smávegis kanelsykri yfir og ennþá betra að rífa dálítið marsípan (eða jafnvel súkkulaði svona spari) og blanda saman við eplin.
100 gr brætt smjör
100 gr dökkur púðursykur
50 gr hafragrjón
50 gr mulið Korn flakes, má vera frekar grófmulið.
(Ef hafragrjónin eru búin á heimilinu þá svínvirkar að nota eintómt Korn flakes).
Blandið öllu saman og smyrjið yfir eplin. Bakið við 180° í 30 mín.
Berið fram með ís eða þeyttum rjóma.

„Reynslan segir mér að það geti komið sér vel að tvöfalda uppskriftina”

.

Ómar Kristinsson, Arnar Kristinsson, Albert, Kristinn Sigurðsson, Þorbjörg Jónasdóttir, Birgir Jónasson og Þórdís H Jónsdóttir.

ÞORBJÖRGAKUREYRIKAFFIVEISLUREPLATERTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.