Síldar- og jólaplattar Marentzu Poulsen

Bergþór, Marentza poulsen, Sigurlaug Margrét jónasdóttir og Albert eiríksson klambrar jólin síld síldarréttir kjarvalsstaðir jólaplatti síldarplatti aðventa
Bergþór, Marentza, Sigurlaug Margrét og Albert

Síldar- og jólaplattar Marentzu Poulsen

Það er alltaf árleg eftirvænting eftir síldar- og jólaplöttum Marentzu Poulsen á Klömbrum á Kjarvalsstöðum. Enn einu sinni toppar smurbrauðsdrottningin sig – satt best að segja hélt ég að það væri ekki hægt. Við Bergþór fórum ásamt Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur og smökkuðum dýrðina og vorum ekki vonsvikin. Bragðgott, fallega fram borið og hvorki of lítið né of mikið. Allt svo lekkert eins og fyrridaginn hjá Marentzu.

MARENTZAKJARVALSSTAÐIRVEITINGA- OG KAFFIHÚSSÍLDSIGURLAUG MARGRÉT

.

Jólaplatti Valin síld dagsins, egg, rúgbrauðslagterta og kartöflur Grafinn lax með graflaxsósu. Reyktur lax með eplapiparrótar salati. Léttreykt andabringa með rauðrófusalati. Pikkluð grísasíða með Dijonsinnepi og pikkluðum rauðlauk.
Síldarplatti Fjórar tegundir af síld að hætti Marentzu. Steikt síld með Dijonsinnepi og pikkluðum rauðlauk. Sinnepssíld Appelsínusíld og síld með keim af Gammeldansk. Með þessu eru borin fram egg, rúgbrauðslagterta og kartöflur.
Lifrarkæfa að hætti frú Poulsen. Ristaðir sveppir, beikon, pikkluð agúrka, rúgbrauð og trönuberjasinnep.

Síldarplatti
Fjórar tegundir af síld að hætti Marentzu.
Steikt síld með Dijonsinnepi og pikkluðum rauðlauk.
Sinnepssíld
Appelsínusíld og
síld með keim af Gammel dansk.
Með þessu eru borin fram egg, rúgbrauðslagterta og kartöflur.

Jólaplatti
Valin síld dagsins, egg, rúgbrauðslagterta og kartöflur
Grafinn lax með graflaxsósu.
Reyktur lax með eplapiparrótar salati.
Léttreykt andabringa með rauðrófusalati.
Pikkluð grísasíða með Dijonsinnepi og pikkluðum rauðlauk.

Jólaplatti Marentzu
Marentza á kaffihúsinu sínu á Kjarvalsstöðum

MARENTZAKJARVALSSTAÐIRVEITINGA- OG KAFFIHÚSSÍLDSIGURLAUG MARGRÉT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.