Hrukkur hér og þar
Það er gaman að skoða gömul húsráð. Í Eldhúsbókinni í mars 1962 eru þessi fínu ráð um hrukkur.
— GÖMUL HÚSRÁÐ — ELDHÚSBÓKIN —
.
Hrukkur hér og þar
Hrukkur koma fyrr eða seinna, og hver vill ekki forðast þær eins lengi og hægt er?
Ennishrukkur
Það er hreinn og beinn ávani að hrukka ennið. Þegar við tökum eftir því, að við hrukkum ennið, ættum við að taka í taumana í tæka tíð. Við ættum að leyfa okkur að eyða fimm mínútum á hverjum degi í örlítið ennisnudd. Við þurfum aðeins feitt krem, og svo nuddum við með vísifingri og löngutöng í boga frá nefinu og upp ennið. Nuddið jafnt og þétt allan tímann.
Broshrukkur
Brosviprur geta verið fallegar, en þegar þær fara að dýpka og festast, er öðru máli að gegna. Þá er ekkert fallegt við þær. Látið munninn mynda O, berið gott næringarkrem í kring og nuddið með vísifingri og þumalfingri frá hökunni og upp að nefinu. Fimm mínútur hafa undraverð áhrif.
.
— GÖMUL HÚSRÁÐ — ELDHÚSBÓKIN —
.