Blind restaurant í Portó

Blind restaurant í Portó árdís hulda vilborg hulda steinsdóttir portúgal restaurante
Blind restaurant í Portó

Blind restaurant í Portó

Við systkinin fórum með mömmu til Portó í Portúgal – borg sem er alveg ótrúleg í alla staði. Einn af þeim veitingastöðum sem stendur sérstaklega upp úr í minningunni heitir Blind – ógleymanleg upplifun.

Á Blind geturðu valið á milli tíu eða tólf rétta matseðils, en það skemmtilega (og pínu spennandi) er að þú veist ekkert fyrirfram hvað þú færð að borða. Hér snýst allt um að treysta skynfærunum – smakka, finna ilminn, hlusta – og leyfa sér að vera hissa og heillast.

Blind er innblásinn af skáldsögunni Ensaio sobre a cegueira eftir portúgalska Nóbelskáldið José Saramago, þar sem sjónin hverfur – og skynjunin dýpkar. Þessi hugmynd er fallega fléttuð inn í matreiðsluna sjálfa: réttirnir eru framreiddir með hugvitsemi, smá leyndardómi og oft með óvæntum kveikjum sem veita gleði og forvitni.

Það er ljóst að á Blind vinnur fólk með ótrúlega ímyndunarafl og alvöru ástríðu fyrir því að skapa minningar – ekki bara máltíð. Til að skemma ekki fyrir ykkur ætlum við ekki að segja meira. En eitt er víst: ef þið viljið láta koma ykkur hressilega á óvart, þá verðið þið að heimsækja Blind næst þegar leiðin liggur til Portó.

PORTÓPORTÚGALVEITINGASTAÐIRMATARBORGIRMAMMAVILBORGÁRDÍS HULDA

🇵🇹

 

Albert, Hulda, Vilborg og Árdís
Áður en einn rétturinn kom á borið bundum við fyrir augun og áttum síðan að finna út hvað við vorum að borða
Fiskur
Fyllt kirsuber
Túnfiskur
Smokkfiskur
fiskur
Lamb
Súkkulaðieftirréttur
Makkarónur
Trufflur
Trufflur

PORTÓPORTÚGALVEITINGASTAÐIRMATARBORGIRMAMMAVILBORGÁRDÍS HULDA

🇵🇹

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.