Blind restaurant í Portó

Blind restaurant í Portó árdís hulda vilborg hulda steinsdóttir portúgal restaurante michelin staður
Blind restaurant í Portó

Blind restaurant í Portó

Við systkinin fórum með mömmu til Portó í Portúgal – borg sem er alveg ótrúleg í alla staði. Einn af þeim veitingastöðum sem stendur sérstaklega upp úr í minningunni heitir Blind – ógleymanleg upplifun.

Á Blind geturðu valið á milli tíu eða tólf rétta matseðils, en það skemmtilega (og pínu spennandi) er að þú veist ekkert fyrirfram hvað þú færð að borða. Hér snýst allt um að treysta skynfærunum – smakka, finna ilminn, hlusta – og leyfa sér að vera hissa og heillast.

Blind er innblásinn af skáldsögunni Ensaio sobre a cegueira, Blindness, eftir portúgalska Nóbelskáldið José Saramago, þar sem sjónin hverfur – og skynjunin dýpkar. Þessi hugmynd er fallega fléttuð inn í matreiðsluna sjálfa: réttirnir eru framreiddir með hugvitsemi, smá leyndardómi og oft með óvæntum kveikjum sem veita gleði og forvitni.

Það er ljóst að á Blind vinnur fólk með ótrúlegt ímyndunarafl og alvöru ástríðu fyrir því að skapa minningar – ekki bara máltíð. Til að skemma ekki fyrir ykkur ætlum við ekki að segja meira. En eitt er víst: ef þið viljið láta koma ykkur hressilega á óvart, þá verðið þið að heimsækja Blind næst þegar leiðin liggur til Portó.

PORTÓPORTÚGALVEITINGASTAÐIRMATARBORGIRMAMMAVILBORGÁRDÍS HULDA

🇵🇹

 

Albert, Hulda, Vilborg og Árdís
Áður en einn rétturinn kom á borið bundum við fyrir augun og áttum síðan að finna út hvað við vorum að borða
Fiskur
Fyllt kirsuber
Túnfiskur
Smokkfiskur
fiskur
Lamb
Súkkulaðieftirréttur
Makkarónur
Trufflur
Trufflur

PORTÓPORTÚGALVEITINGASTAÐIRMATARBORGIRMAMMAVILBORGÁRDÍS HULDA

🇵🇹

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Saffran bláskel

Kræklingur

Saffran bláskel. Það myndast oft skemmtileg stemning í kræklingaveislum. Í veislu sem við vorum í var bláskelin borin fram með frönskum kartöflum (bátum) og alioli. Gott er að nota djúpa diska fyrir bláskelina. Þó þetta sé „fingramatur" þá er ágætt að leggja hníf og gaffal á borðið og skeið til að borða soðið með. Allra skemmtilegast er að borða bláskelina tómri skel sem er notðu eins og töng. Svo er gott að hafa lítinnn hliðardisk fyrir kartöflurnar og aliolið.

Sous vide matreiðslubók

Jólagjöfin til allra sem eiga Sous Vide græju. Verðlaunakokkurinn Viktor Örn Andrésson fjallar undraheim sous vide og birtir fjölmargar uppskriftir í nýútkominni bók sem vel má mæla með.