
Barbara kaffibar
Við fengum okkur hjólatúr til Hafnarfjarðar með vinum okkar Vildísi og Charlesi og fórum á kaffihúsið Barböru á Strandgötu (á móti Bæjarbíói). Þetta var góð hugmynd því að það voru nokkrir dropar og svolítið haustlegt og lá við að það væri smá hrollur í okkur þegar við stungum okkur inn í kósí hlýjuna. Þetta er alveg sérlega vinalegt kaffihús, rólegt en samt fullt af fólki, smá nostalgía sem kemur upp í manni.
— KAFFIHÚS/VEITINGASTAÐIR — ÍSLAND — ÍSLENSKT — HAFNARFJÖRÐUR — VILDÍS OG CHARLES —
.
Barbara er samt svo miklu meira en „venjulegt kaffihús”. Þarna eru ekki bara smurbrauð og tertur, heldur alls konar grillsamlokur, heitar ostasósur, lasagna og kjötbollur. Alveg upplagt þegar maður vill skella sér í notalegheit og vera hlýtt. En svo eru auðvitað líka indælis tertur, við fengum okkur súkkulaðiköku, gulrótarköku og sjónvarpsköku.
— FÆRSLAN Á ENSKU —
.









— FÆRSLAN Á ENSKU —
.
— KAFFIHÚS/VEITINGASTAÐIR — ÍSLAND — ÍSLENSKT — HAFNARFJÖRÐUR — VILDÍS OG CHARLES —
.