Auglýsing
Lúðusúpan góða lúða súpa lúðusúpa fiskisúpa heilagfiski lárviðarlauf rúsínur, sveskjur og edik Nýja Matreiðslubókin frá 1954 Halldóra Eggertsdóttir og Sólveig Benediktsdóttir hulda steinsdóttir Brimnes fáskrúðsfjörður BLÖNDUÓS kvennaskóli kvennaskólinn á blönduósi
Lúðusúpan góða með lárviðarlaufi, rúsínum, sveskjum og ediki

Lúðusúpa

Í bernsku voru lúðusúpa og rúgbrauðssúpa í hvað mestu uppáhaldi hjá mér. Edik- og lárviðarlaufsilmurinn fyllti húsið og vitin, og bragðið er alveg einstakt. Gómsæt lúðusúpa eftir uppskrift mömmu bragðaðist alveg jafn vel og í gamla daga. Að vísu hafði ég meira af ediki en hún og bætti við pipar.

Uppskriftin að lúðusúpunni kemur úr Nýju Matreiðslubókinni sem fylgt hefur mömmu öll hennar búskaparár frá því hún var á Kvennaskólanum á Blönduósi á sjötta áratugnum.

.

FISKISÚPURSÚPURMAMMALÚÐARÚGBRAUÐSSÚPAÍSLENSKTKVENNASKÓLARNÝJA MATREIÐSLUBÓKIN

.

Lúða er hollur og feitur fiskur. Hún er stærsti flatfiskur sem finnst hér við land og stærsti beinfiskur innan íslensku lögsögunnar. Árið 1935 veiddist stærsta lúða sem vitað er um að veiðst hafi hér við land var 3,65 metra löng og vó 266 kg

Lúðusúpa

1 kg lúða
1 l vatn
salt
1 dl sveskjur
1 dl rúsínur
1 msk sykur
2 msk edik
40 g smjör(líki)
40 g hveiti
1 lárviðarlauf

Bræðið smjör í potti, bætið við hveiti og hrærið vel saman. Hellið vatni saman við og hitið. Hrærið kekkjalaust þegar vatnið er orðið volgt. Látið suðuna koma upp og bætið við salti, sveskjum, rúsínum, sykri, ediki og lárviðarlaufi. Skerið lúðuna í frekar litla bita og bætið út í. Sjóðið í nokkrar mínútur.

Nýja Matreiðslubókin frá 1954. Höfundar: Halldóra Eggertsdóttir og Sólveig Benediktsdóttir

🇮🇸

FISKISÚPURSÚPURMAMMALÚÐARÚGBRAUÐSSÚPAÍSLENSKTKVENNASKÓLARNÝJA MATREIÐSLUBÓKIN

— LÚÐUSÚPA – KLASSÍSKA GÓÐA UPPSKRIFTIN —

🇮🇸

Auglýsing

1 athugasemd

  1. Takk fyrir að senda uppskrift var einnig minn uppáhaldsmatur . Liklegt eitthvað Fáskrúðs…tengt.

Comments are closed.