Knálegir klúbbtjúttar

Knálegir klúbbtjúttar, saumaklúbbur, Fáskrúðsfjörður, franskir dagar, blað franskra daga

Knálegir klúbbtjúttar. Þessir „snúðar” eru gráupplagðir saumaklúbba, í föstudagskaffið, á kaffihlaðborðið já og bara hvar sem er og hvenær sem er. Saumaklúbbsdömur á Fáskrúðsfirði útbjuggu þessa klúbbtjútta fyrir blað Franskra daga

Knálegir klúbbtjúttar (40stk)

2 pakkar 400 g smjördeig

75 g blaðlaukur, smátt skorinn

250 g skinka, smátt skorin

100 g gráðostur

2 eggjarauður

Raðið smjördeigsplötum saman þannig að þær myndi aflangan ferhyrning, látið brúnirnar skarast og bleytið þær svolítið og fletjið út. Gott er að fletja deigið út með bökunarpappír báðum megin. Athugið að gera deigið ekki mjög þunnt. Sáldrið blaðlauk, skinku og rifnum gráðosti jafnt yfir deigið. Rúllið deiginu upp og skerið í u.þ.b. 3 cm þykka búta. Raðið á plötu, þrýstið létt á hvern bita, penslið yfir með eggjarauðu. Bakið í 180°C heitum ofni við blástur í 15 mínútur. Berið fram með rifsberja- eða hrútaberjahlaupi (eiginlega alveg nauðsynlegt).

Knálegir klúbbtjúttar

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.