Knálegir klúbbtjúttar

Knálegir klúbbtjúttar, saumaklúbbur, Fáskrúðsfjörður, franskir dagar, blað franskra daga
Knálegir klúbbtjúttar

Knálegir klúbbtjúttar

Þessir „snúðar” eru gráupplagðir saumaklúbba, í föstudagskaffið, á kaffihlaðborðið já og bara hvar sem er og hvenær sem er. Saumaklúbbsdömur á Fáskrúðsfirði útbjuggu þessa klúbbtjútta fyrir blað Franskra daga.

SAUMAKLÚBBARSMJÖRDEIGSNÚÐARFÁSKRÚÐSFJÖRÐURFRANSKIR DAGAR

.

Knálegir klúbbtjúttar (40stk)

2 pakkar 400 g smjördeig

75 g blaðlaukur, smátt skorinn

250 g skinka, smátt skorin

100 g gráðostur

2 eggjarauður

Raðið smjördeigsplötum saman þannig að þær myndi aflangan ferhyrning, látið brúnirnar skarast og bleytið þær svolítið og fletjið út. Gott er að fletja deigið út með bökunarpappír báðum megin. Athugið að gera deigið ekki mjög þunnt. Sáldrið blaðlauk, skinku og rifnum gráðosti jafnt yfir deigið. Rúllið deiginu upp og skerið í u.þ.b. 3 cm þykka búta. Raðið á plötu, þrýstið létt á hvern bita, penslið yfir með eggjarauðu. Bakið í 180°C heitum ofni við blástur í 15 mínútur. Berið fram með rifsberja- eða hrútaberjahlaupi (eiginlega alveg nauðsynlegt).

Knálegir klúbbtjúttar
Jóna, Steinunn, Eygló, Dagný, Elsa, Berglind og Guðný

SAUMAKLÚBBARSMJÖRDEIGSNÚÐARFÁSKRÚÐSFJÖRÐURFRANSKIR DAGAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Margrét Jóns í Mundo – magnaður eldhugi

Margrét Jónsdóttir Njarðvík - magnaður eldhugi.  Fyrir tveimur árum gengum við í kringum Mont Blanc á vegum Ferðaskrifstofunnar Mundo. Ferðin tók tvær vikur og var hin skemmtilegasta í alla staði. Margrét Jónsdóttir Njarðvík er eigandi Mundo en eftir 25 ára í akademíunni bjó hún til vinnu utan um sig þar sem styrkleikar hennar og áhugamál njóta sín. Þannig innihalda allar ferðir Mundo menntun, skemmtun, menningu og þjálfun. Fjölmargir hafa farið Jakobsveginn á hennar vegum og ungmennasumarbúðir á Spáni njóta vaxandi vinsælda. Nema hvað, hún hélt matarboð fyrir vini sína og ættingja. Maturinn í veislunni tengist þremur löndum, löndum sem Margrét ætlar að ferðast til á árinu með fólk á vegum Mundo.

Svo er nú gaman að segja frá því að við Svanhvít verðum fararstjórar á vegum Mundo í matarferð til Brussel í haust :) en Brussel hefur algerlega stolið senunni frá París í þeim efnum

Má skila gjöfum? Má gefa þær áfram? Er hin fullkomna gjöf til?

Má skila gjöfum? Má gefa þær áfram? Er hin fullkomna gjöf til?

Hver kannast ekki við að hafa fengið gjöf sem manni líkar ekki. Það getur verið vandræðalegt EN þegar fólk hefur gefið öðrum þá er þiggjandinn nýr eigandi og er í raun í sjálfsvald sett hvað hann gerir við glaðninginn

Ristaðar kryddaðar hunangshnetur

Ristaðar kryddaðar hunangshnetur. Margir eru hrifnir af því að taka með eitthvað matarkyns til vina sinna. Það er gráupplagt að taka með ristaðar hnetur, svo er líka gaman að eiga þær til að maula á. Hneturnar eru hollar og cayenne já og hunang líka ;) í staðinn fyrir pekanhnetur má nota möndlur