Jötunn í Arnardal, einstakur veitingastaður

 

Albert og Henrý Ottó ísafjörður arnardalur fjósið veitingastaður á ísafirði veitingahús 16. ágúst Sushi átvagn jötunn skutulsfjörður
Albert og Henrý Ottó í Arnardal. Hvílík veisla! Þetta er sko engin vegasjoppa, aðeins boðið upp á úrvals eldamennsku og þaðan fer engin manneskja svöng. Jötunn restaurant í Arnardal er einstakur veitingastaður

Jötunn í Arnardal, einstakur veitingastaður

Í Arnardal við Skutulsfjörð, steinsnar frá Ísafirði, er veitingastaður sem verður að teljast einstakur – Jötunn restaurant. Þetta er gömul hlaða og fjós, þannig að plássið er nægilegt og heldur betur orðið kósí, „hlýlegt/gróft“ og útsýnið er himneskt yfir Djúpið.

Við höfum stundum pantað okkur sushi hjá Henrý Ottó í Átvagninum, og það verður að segjast eins og er, að það þarf ekkert að leita lengra, frumlegt, bragðgott og algjört sælgæti.

Við byggðum hins vegar upp spennu allt sumarið og fórum ekki í Arnardal fyrr en á giftingarafmælinu 16. ágúst, sem er raunar líka afmælið mitt. Þessi merkisdagur er dagurinn sem Henrý Ottó opnaði í Arnardal.

Þar býður Henrý Ottó meðal annars upp á þrenns konar þriggja rétta „set-menus“ (fyrirfram ákveðna) matseðla. Sá fyrsti er með kjötréttum, annar með fiskréttum og sá þriðji vegan. Eitthvað fyrir alla, konur og kalla! Þeir eru allir góðir, skiptir ekki máli hvort við erum kjötætur, fiskætur eða vegan.

VEITINGASTAÐIRÍSAFJÖRÐUR16. ÁGÚST

.

Stór veggur í Arnardal er þakinn bókum
Wasabi salatið er mjúkt og milt, þrátt fyrir nafnið, með uppáhaldinu mínu, avókadó og wasabi hnetum, parmesan og japönsku majó.

 

Lungamjúk, hægelduð BBQ grísarif runnu af beinunum, með geggjuðu kókosgulrótamauki og toppuð með smjör-panco og vorlauk.
Með lambaskankanum var kartöflumús, nípumauk, rósakál, hunangssteiktar gulrætur var rauðvínsvillisveppasósu og fersku basil. Hann rann líka af beinunum, eins og þýskur sveitamatur.
Í vorrúllunni var bankabygg, eggaldin, sveppir, kúrbítur, baunaspírur og aïoli yfir, hrikalega gott.
Hnetusmjörs Brownie
Oreo súkkulaðimús

 

Í Arnardal við Skutulsfjörð, steinsnar frá Ísafirði, er veitingastaður sem verður að teljast einstakur. Þetta er gömul hlaða og fjós, þannig að plássið er nægilegt og heldur betur orðið kósí, „hlýlegt/gróft“ og útsýnið er himneskt yfir Djúpið.

Ég mæli með Jötun restaurant í Arnardal fyrir heimamenn, gesti og ferðafólk og vona að staðurinn eigi eftir að blómstra, því að hann er frábær viðbót við veitingahúsaflóruna á Ísafirði.

VEITINGASTAÐIRÍSAFJÖRÐUR16. ÁGÚST

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarborgin Prag

Matarborgin Prag. Eitt af því skemmtilegasta sem ég veit er að prófa nýja rétti og bragða fjölbreyttan mat í ólíkum löndum. Eftir ævintýralega skemmtilega ferð til Búdapest vorum við beðnir af Heimsferðum að fara í nokkrar borgarferðir og leggja áherslu á það besta í mat sem hver borg hefur uppá að bjóða.

Tékkar eru meðal annars frægir fyrir bjór, við gerðum hins vegar tékkneskum mat skil og nutum frá morgni til kvölds.  Nútímafólk fylgist með hinum ýmsum síðum á netinu þar sem gestir skrá athugasemdir sínar og gefa veitingastöðum og kaffihúsum stjörnur, einkunnir eða umsagnir. Þetta er góð aðferð því daglega breytast einkunnir og annað eftir því sem fleiri skrifa færslur.

Avókadó hráterta – öndvegis terta

Avókadó hráterta. Í veislu á dögunum, Pálínuboði, var þessi öndvegis terta á borðum. Við linntum ekki látum fyrir en við fundum konuna sem útbjó hana og með ánægju deildi Hildur uppskriftinni. Þessi terta kemst á topp þrjú yfir bestu hrátertur sem ég hef smakkað, þær eru margar góðar. Ég sleppti því að frysta hana, heldur útbjóð ég hana kvöldinu áður en hún var snædd. Kannski er græni liturinn að blekkja okkur lítið eitt, maður er ekki vanur grænum tertum.... Hvet ykkur til að prófa þessa, þið sjáið ekki eftir því.

Döðlubrauð með apríkósum

Döðlubrauð með apríkósum. Í sunnudagsbíltúr fyrir skömmu var komið við hjá Stínu Ben og Gunna Ben. Eins og oft áður hjá þeim hjónum sá vart í borðið fyrir heimabökuðu kaffimeðlæti. Þetta döðlubrauð með apríkósum bragðaðist einstaklega vel með nettri smjörklípu á.

Fyrri færsla
Næsta færsla