Jötunn í Arnardal, einstakur veitingastaður

 

Albert og Henrý Ottó ísafjörður arnardalur fjósið veitingastaður á ísafirði veitingahús 16. ágúst Sushi átvagn jötunn skutulsfjörður
Albert og Henrý Ottó í Arnardal. Hvílík veisla! Þetta er sko engin vegasjoppa, aðeins boðið upp á úrvals eldamennsku og þaðan fer engin manneskja svöng. Jötunn restaurant í Arnardal er einstakur veitingastaður

Jötunn í Arnardal, einstakur veitingastaður

Í Arnardal við Skutulsfjörð, steinsnar frá Ísafirði, er veitingastaður sem verður að teljast einstakur – Jötunn restaurant. Þetta er gömul hlaða og fjós, þannig að plássið er nægilegt og heldur betur orðið kósí, „hlýlegt/gróft“ og útsýnið er himneskt yfir Djúpið.

Við höfum stundum pantað okkur sushi hjá Henrý Ottó í Átvagninum, og það verður að segjast eins og er, að það þarf ekkert að leita lengra, frumlegt, bragðgott og algjört sælgæti.

Við byggðum hins vegar upp spennu allt sumarið og fórum ekki í Arnardal fyrr en á giftingarafmælinu 16. ágúst, sem er raunar líka afmælið mitt. Þessi merkisdagur er dagurinn sem Henrý Ottó opnaði í Arnardal.

Þar býður Henrý Ottó meðal annars upp á þrenns konar þriggja rétta „set-menus“ (fyrirfram ákveðna) matseðla. Sá fyrsti er með kjötréttum, annar með fiskréttum og sá þriðji vegan. Eitthvað fyrir alla, konur og kalla! Þeir eru allir góðir, skiptir ekki máli hvort við erum kjötætur, fiskætur eða vegan.

VEITINGASTAÐIRÍSAFJÖRÐUR16. ÁGÚST

.

Stór veggur í Arnardal er þakinn bókum
Wasabi salatið er mjúkt og milt, þrátt fyrir nafnið, með uppáhaldinu mínu, avókadó og wasabi hnetum, parmesan og japönsku majó.

 

Lungamjúk, hægelduð BBQ grísarif runnu af beinunum, með geggjuðu kókosgulrótamauki og toppuð með smjör-panco og vorlauk.
Með lambaskankanum var kartöflumús, nípumauk, rósakál, hunangssteiktar gulrætur var rauðvínsvillisveppasósu og fersku basil. Hann rann líka af beinunum, eins og þýskur sveitamatur.
Í vorrúllunni var bankabygg, eggaldin, sveppir, kúrbítur, baunaspírur og aïoli yfir, hrikalega gott.
Hnetusmjörs Brownie
Oreo súkkulaðimús

 

Í Arnardal við Skutulsfjörð, steinsnar frá Ísafirði, er veitingastaður sem verður að teljast einstakur. Þetta er gömul hlaða og fjós, þannig að plássið er nægilegt og heldur betur orðið kósí, „hlýlegt/gróft“ og útsýnið er himneskt yfir Djúpið.

Ég mæli með Jötun restaurant í Arnardal fyrir heimamenn, gesti og ferðafólk og vona að staðurinn eigi eftir að blómstra, því að hann er frábær viðbót við veitingahúsaflóruna á Ísafirði.

VEITINGASTAÐIRÍSAFJÖRÐUR16. ÁGÚST

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla