
Humarpasta frá Diddú
Diddú býr yfir þeim töfrum sem gera allt sem hún leggur hendur á bæði fallegra og bragðbetra. Um daginn, þegar matarklúbburinn hennar kom saman, SJÁ HÉR, galdraði hún fram humarpasta – og það er óhætt að segja að hún hafi slegið okkur algjörlega út af laginu.
Rétturinn var á sama tíma glæsilegur og heimilislegur; hann hefði auðveldlega getað ratað á matseðla allra betri veitingastaða, en varð þess í stað hluti af okkar eigin, persónulegu matarminningu. Það er eitthvað einstaklega ánægjulegt við að njóta svona réttar í góðum hópi – vita að hann kemur úr eldhúsi konu sem eldar af ástríðu og með hjartanu.
— DIDDÚ — HUMAR — PASTA — MATARKLÚBBAR —
.

Humarpasta frá Diddú
400 g gott pasta
600 g heiliir humrar
4 hvítlausrif
1 msk kapers
10 sítrónuólífur(skornar smátt)
1 sítróna
3 fennel (smátt saxað)
½ púrra
2 shallotlaukar
1 gulrót
2 msk smjör
ólífuolía
1/2 g saffran
3 anís stjörnur (fínt malaðar)
3 bollar gott humarsoð
300 ml hvítvín
200 ml matreiðslurjómi
Humarsoð:
Skeljarnar af humrinum
Gulrót
Skallott laukurinn
púrran
Hvítlaukurinn
1 msk tómatpuré
Saffran
Anis
Hvítvín
Rjóminn
Allt grænmetið gyllt í smjörinu og olíu
Skeljunum bætt útí
Kryddinu dreift yfir
Vökvanum bætt útí og soðið í dágóða stund við vægan hita.
Skeljarnar veiddar uppúr.
Gumsið og vökvinn soðið ögn niður.
Smakka til (má bæta chilli útí, ef vill).
Hreinsaður humarinn, ásamt kapers og ólífum sett útí gumsið og látið malla meðan pastað er að sjóða ca. 8-10 mín.
Láta vatnið renna af pastanu sem á að vera al dente.
Pastað sett á disk, humar sósan yfir, skreytt að vild. (Steinselja, saffran etc.)
Buon appetito!!!
— DIDDÚ — HUMAR — PASTA — ÖRN ÁRNASON — MATARKLÚBBAR — JÓNAS ÞÓRIR —
.

