Auglýsing
Appelsínueitthvað, Kata Kolbeins, ÞÓRA KATRÍN KOLBEINS appelsínur, sérrý, makkarónur Svona appelsínueitthvað
Svona appelsínueitthvað

Svona appelsínueitthvað

Þegar mikið stendur til hringi ég uppskriftavinkonur mínar. Núna var það Kata sem góðfúslega gaf mér þessa uppskrift. Þó Kata sé rúmum aldarfjórðungi eldri en ég finnst mér stundum eins og hún sé yngri en ég, gaman þegar fólk er alla ævi ungt í anda. Þegar ég hringdi voru matargestir nýfarnir frá henni sem allir voru alsælir með veitingarnar (kemur engum á óvart sem þekkir Kötu). Í eftirrétt fengu þau þennan appelsínurétt sem er hugmynd Kötu. „Æ! þetta er bara svona appelsínu eitthvað” segir Kata aðspurð um nafnið á réttinum.

🍊

Auglýsing

KATA KOLBEINSAPPELSÍNUREFTIRRÉTTIR

🍊

Svona appelsínueitthvað

5 appelsínur

1/2 pk makkarónur (ca 130-140 g)

2 msk sérrí

1/4 l rjómi, þeyttur

dökkt gott súkkulaði

Afhýðið appelsínurnar og steinhreinsið. Skerið í bita og setjið í skál. Myljið makkarónur gróft og blandið saman við ásamt sérrýi. Setjið í skál(ar), sprautið þeyttum rjóma yfir og stráið súkkulaði yfir.

Albert og Kata Kolbeins

🍊

KATA KOLBEINSAPPELSÍNUREFTIRRÉTTIR

— SVONA APPELSÍNUEITTHVAÐ —

🍊