Svona appelsínueitthvað

Appelsínueitthvað, Kata Kolbeins, ÞÓRA KATRÍN KOLBEINS appelsínur, sérrý, makkarónur Svona appelsínueitthvað
Svona appelsínueitthvað

Svona appelsínueitthvað

Þegar mikið stendur til hringi ég uppskriftavinkonur mínar. Núna var það Kata sem góðfúslega gaf mér þessa uppskrift. Þó Kata sé rúmum aldarfjórðungi eldri en ég finnst mér stundum eins og hún sé yngri en ég, gaman þegar fólk er alla ævi ungt í anda. Þegar ég hringdi voru matargestir nýfarnir frá henni sem allir voru alsælir með veitingarnar (kemur engum á óvart sem þekkir Kötu). Í eftirrétt fengu þau þennan appelsínurétt sem er hugmynd Kötu. „Æ! þetta er bara svona appelsínu eitthvað” segir Kata aðspurð um nafnið á réttinum.

🍊

KATA KOLBEINSAPPELSÍNUREFTIRRÉTTIR

🍊

Svona appelsínueitthvað

5 appelsínur

1/2 pk makkarónur (ca 130-140 g)

2 msk sérrí

1/4 l rjómi, þeyttur

dökkt gott súkkulaði

Afhýðið appelsínurnar og steinhreinsið. Skerið í bita og setjið í skál. Myljið makkarónur gróft og blandið saman við ásamt sérrýi. Setjið í skál(ar), sprautið þeyttum rjóma yfir og stráið súkkulaði yfir.

Albert og Kata Kolbeins

🍊

KATA KOLBEINSAPPELSÍNUREFTIRRÉTTIR

— SVONA APPELSÍNUEITTHVAÐ —

🍊

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Þuríður Sigurðardóttir býður til kaffisamsætis

Þuríður Sigurðardóttir býður til kaffisamsætis. Í þá gömlu góðu daga þegar Sumargleðin fór um landið og skemmti fórum við alltaf í yfirfullt félagsheimilið heima og veltumst þar um af hlátri. Söngkona sveitarinnar Þuríður Sigurðardóttir hló líka alltaf manna hæst og skemmti sér greinilega mjög vel með „köllunum" í Sumargleðinni. Þuríður hefur gert ýmislegt fleira en syngja, verið í fjölmiðlum og flugfreyja svo eitthvað sé nefnt. Um aldamótin lét hún stóra drauminn rætast og lærði myndlist og útskrifaðist úr Listaháskólanum. Auk þess að mála undurfögur listaverk heldur hún námskeið á vinnustofunni sinni. Á dögunum hitti ég Þuríði og nefndi við hana hvort hún vildi vera gestabloggari og baka kannski eina köku og gefa uppskrift að henni. Söngkonan glaðlega hugsar stórt eins og sjá má á myndunum og bakaði ekki bara eina köku - hún hélt glæsilegt kaffisamsæti ásamt eiginmanni sínum Friðriki Friðrikssyni.

Möndlugrauturinn og möndlugjöfin

Möndlugrauturinn. Í mínu ungdæmi var möndlugrauturinn í hádeginu á aðfangadag. Sem er fínn tími. Allir taka hraustlega til matar síns og klára örugglega af diskunum í von um að finna möndluna. Hér er skotheld aðferð til að elda grautinn þannig að hann brennur ekki við og verður silkimjúkur. Einnig eru ráð hvernig á að afhýða möndlur fyrir grautinn, svona ef einhver hefur gleymt að kaupa afhýddar möndlur.
Fyrri færsla
Næsta færsla