Auglýsing
Albert, Þórunn björnsdóttir helga jónsdóttir fiskur í ofni hofsós létt fas appelsínusafi sósa með fiski kapers vínber blaðlaukur eðalfiskur Páll bergþórsson gilsbakki kartöflur nýjar salat snæða lax með appelsínusósu
Albert, Þórunn og Páll snæða lax með appelsínusósu

Lax í appelsínusósu – afskaplega bragðljúfur

Á leið okkar til Þórunnar Björnsdóttur á Hofsósi rifjaðist upp bráðskemmtilegt matarboð sem hún og Helga Jónsdóttir slógu upp í Brussel fyrir nokkrum árum. Það verður allt svo létt og fyrirhafnarlaust hjá þeim stöllum. Þær kunna að njóta lífsins og eru hvergi nærri sestar í helgan stein. Þórunn bauð okkur í ofnbakaðan lax með appelsínusósu í sumarhúsinu á Hofsósi. Sósan ein og sér er svo góð, full af sumri og passar með ýmsum mat. Í blíðunni sátum við úti og snæddum laxinn með sósunni góðu og nýuppteknum kartöflum og heyrðum undir fagra tóna frá ánni sem rennur þar rétt hjá í bland við fuglasöng. Íslenskt sumar í sinni fallegustu mynd, svolítið eins og lífið er hjá þeim dömunum – endalaust sumar og gaman. Því má svo bæta við til gamans að Páll og Björn faðir Þórunnar voru samstúdentar árið 1944. „Þórunn hefur létt fas föður síns” sagði Páll þegar við ókum frá Hofsósi.

#sumarferðalag2/15 — BRUSSELÞÓRUNN BJÖRNSDÓTTIRLAXHOFSÓS

.

Lax í appelsínusósu – afskaplega bragðljúfur

Þórunn segist oftast kaupa marineraðan lax í sítrónusmjöri frá Eðalfiski, sem sé algjört sælgæti. „En ef hann er ekki fáanlegur eða hægt er að fá alvöru, villtan lax, þá bræði ég slatta af smjöri, set smá salt, sítrónupipar, sítrónusafa og saxaða steinselju saman við og pensla laxinn. Leyfi honum að standa í 10 -20 mínútur áður en ég set hann í ofninn. Elda hann svo í eldföstu fati í 15 – 20 mín, 180°C. Áður en fatinu er skellt á borðið dreifi ég yfir niðursneiddum vínberjum, steinselju og blaðlauk yfir og smá sósu.
Sósan er í miklu uppáhaldi hjá ungum sem öldnum, leysi upp grænmetistening í sjóðandi vatni, bæti við pela af matreiðslurjóma, góðri teskeið af Dijon sinnepi, steinselju, safa úr appelsínu og smá sykurlausu appelsínuþykkni. Leyfi sósunni að malla við vægan hita en í lokin set ég matskeið af kapers saman við.”

Lax í appelsínusósu

.

#sumarferðalag2/15 — BRUSSELÞÓRUNN BJÖRNSDÓTTIRLAXHOFSÓS

— LAX Í APPELSÍNUSÓSU —

.

Auglýsing