Veitingastaðurinn North

0
Auglýsing
Veitingastaðurinn North
Veitingastaðurinn North

Veitingastaðurinn North við Hafnarstræti á Akureyri

Veitingastaðurinn North við Hafnarstræti á Akureyri er yndislegur staður sem var opnaður 2022. Hugmyndafræðin er, eins og hann Rafn yfirkokkur sagði: Ykkur á að líða eins og þið séuð komin í mat heim til mín. Og það voru orð að sönnu, aðeins er hægt að taka 19 manns í sæti í ákaflega notalegu og kósí rými, matseðillinn er fastur smakkseðill, enda aðeins tveir í eldhúsinu.

Þessi seðill er bara æði, soðið brauð, bleikja, reykt ýsa, sveppabyggottó, grísakinnar og nautahryggur og tilgreint er hvaðan allt kemur. Hér eru sex aðalréttir auk lystauka í upphafi og tveggja eftirrétta. Hægt er að para alla rétti með drykkjum ef þess er óskað. Ásamt Rafni er Jón í eldhúsinu og þjónaði þeir okkur á þægilegan og vinsamlegan hátt. Fyrst kom hann með fjóra lystauka, rauðrófur með krækiberjum og mysingi og jólasíld með söl, fennel og dilli, lambalundir með skessujurt og greinilega veeel niðursoðið lambaseyði. Við byrjuðum að stynja.

Auglýsing

Þetta var einstaklega ljúf upplifun og eins og lagt er upp með, heimilislegt andrúmsloft og vel vandað til allrar matreiðslu, svona sparistaður eins og einn gesturinn sagði.

— MATUR OG DRYKKUR — VEITINGAHÚSAKUREYRIRAGNHEIÐUR LILJA

.

Albert, Ragnheiður Lilja og Bergþór á North
Fennelsíld á rúgbrauði og rauðrófa með krækiberjum og mysingi
Lambasoð og lamb á laufabrauði
Soðið brauð með kúmeni er skv. uppskrift frá móður Rafns, þeytt smjör og taðreyktum silungi stráð yfir.
Bleikja frá Haukamýri við Húsavík með súrmjólk, íslensku wasabi og marineruðum tómötum frá Hveravöllum.
Reykt ýsa bökuð í brúnuðu smjöri með fiskisósu og kjúklingaskinni. Ýsan er frá Elvari Reykjalín saltfiskkóngi á Hauganesi og renndi hann jafnframt skálarnar.
Bankabygg frá Vallanesi með reyktum Portobello sveppum, lauksultu, ostasósu úr 12 mánaða Tindi og rifnu hangilæri.
Grísakinnar frá Hraukbæ rétt fyrir norðan Akureyrar, eldaðar yfir nótt, með rauðkáli, hægelduðu rótargrænmeti, gerjuðu grænmeti, rósasultu og grilluðum rauðlauk.
Nautahryggur frá Röggu í Birkihlíð með saltaðri nautafitu, hnúðkálsmauki, blaðkáli og soði.
Fyrri eftirréttur: sólber frá Bjarna á Völlum í Svarfaðardal á ís með karamelliseruðu smjöri og undir var kryddkaka.
Seinni eftirréttur: Rúlluterta með timian-smjörkremi, aftur uppskrift frá móður yfirkokksins og sírópskökur. Þessi fékk aukastig fyrir frumlegheit.

— MATUR OG DRYKKUR — VEITINGAHÚSAKUREYRI

.

Fyrri færslaFennelsíldarsalat