Auglýsing

 

Sarah Bernhardt Sörur frönsk leikkona Holland fyrstu sörurnar
Sörur

Sörur. Þegar ég er í sérstaklega miklu jólabakstursstuði þá tekur mig þrjá daga að útbúa Sörurnar, fyrsta daginn eru botnarnir bakaðir og frystir. Þann næsta útbý ég kremið og set á botnana og frysti og þriðja daginn er þeim dýft í súkkulaðið – en þetta er eflaust einhver bilun. Satt best að segja er alveg nauðsynlegt kökurnar séu munnbitastórar, frekar slæmt að þurfa að bíta í kökuna og kremið frussast í allar áttir. Annars var Sarah Bernhardt (1844-1923) sem Sörurnar eru kenndar við, frönsk leikkona – ekki er vitað til þess að hún hafi sjálf bakað kökurnar frægu en eflaust hefur hún smakkað þær. Fyrstu Sörurnar munu hafa verið bakaðar í Hollandi seint á nítjándu öld.

🎅🏽

BAKSTUR — SMÁKÖKURJÓLINFRAKKLANDHOLLAND

🎅🏽

Sörur

Botn:
5 eggjahvítur
3 1/2 dl flórsykur
400 g möndlumjöl

Krem:
3/4 dl sykur
1 1/2 dl vatn
5 eggjarauður
300 g smjör
1 msk kakó
1 1/2 tsk Neskaffiduft
1/3 tsk salt

Súkkulaðihjúpur:
250 g dökkt gott súkkulaði

Botn:  Þeytið mjög vel eggjahvítur og flórsykur, setjið möndlumjöl varlega út í. Setjið á plötu með teskeið, hafið kökurnar litlar, ca 1/2 – 2/3 tsk passlegt í eina köku. Bakið við 180° í 7-10 mín. Kælið kökurnar vel eða frystið áður en kremið fer á þær.

Krem: Sjóðið saman sykkur og vatn í um 10 mín, kælið. Þeytið eggjarauður og hellið sykurvatninu saman við í mjórri bunu. Bætið við smjöri, kakói, Neskaffi og salti. Setjið kremið í rjómasprautu með engum stút á, sprautið á kökurnar og kælið vel eða frystið.

Súkkulaðihjúpur: Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og dýfið kökunum í og hyljið kremið en ekki botninn. Geymið kökurnar í kæli eða frysti.

SMÁKÖKURJÓLAUPPSKRIFTIR

.

Sörur
Sörur

🎅🏽

BAKSTUR — SMÁKÖKURJÓLAUPPSKRIFTIRFRAKKLANDHOLLAND

— SÖRUR —

🎅🏽

Auglýsing