Lakkrístoppar – hinar sívinsælu smákökur

Lakkrístopparnir sívinsælu lakkrískökur smákökur jólin jólabakstur smákökurbakstur vinsælar smákökur lakkrístoppar
Lakkrístopparnir sívinsælu

Lakkrístoppar

Gunnhildur Ásta vinkona mín fer hamförum í eldhúsinu fyrir jólin núna eins og áður. Hún var að baka lakkrístoppana sívinsælu. Hjá mörgum eru lakkrístoppar ómissandi á aðventu og jólunum. Gunnhildur er mikið jólabarn, á árum áður bakaði hún sjö til tíu sortir af smákökum en núna síðustu ár þrjár, þrjár þær vinsælustu; Sörur, lakkrístoppa og hnetusmjörskökur.

SMÁKÖKURGUNNHILDUR ÁSTA — LAKKRÍS JÓLINMARENGS SÖRUR

.

Lakkrístoppar

Lakkrístoppar

3 eggjahvítur
200 g púðursykur
150 g rjómasúkkulaði
150 g lakkrískurl

Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur. Saxið súkkulaði smátt. Blandið lakkrískurli og súkkulaði varlega saman við stífþeyttu eggjahvíturnar. Látið á plötu með teskeið.

Bakið við 150°C í 15 – 20 mín.

Gunnhildur með ömmudrenginn Guðna Má.

SMÁKÖKURGUNNHILDUR ÁSTA — LAKKRÍS JÓLINMARENGS SÖRUR

— LAKKRÍSTOPPARNIR SÍVINSÆLU —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matur sem má borða með fingrunum

Matur sem má borða með fingrunum. Hver kannast ekki við að vera í veislu eða á veitingastað og langa til að nota guðsgafflana í staðinn fyrir hnífapörin? Það er ýmislegt sem við megum nota puttana við og er jafnvel æskilegra að nota þá en hnífapörin. Það er ákveðin stemning því samfara að nota fingurna. Það getur verið æskilegt að gestgjafi láti vita þegar hann býður heim hvað hann ætli að hafa svo fólk geti gert ráðstafanir eða komi ekki af fjöllum. Við viljum síður mæta í okkar fínasta og dýrasta dressi og eiga von á því að eitthvað slettist á okkur. Ef boðið er upp á mat sem gestir kunna ekki að „eiga við” þá er ágætt að hafa örstutta sýnikennslu. Munið bara að hafa vel af servíettum eða blauttuskum.