Vínarbrauð Ríkeyjar

gamaldags Vínarbrauð Ríkeyjar Á giftingardegi Jóhönnu Ríkeyjar og Ólafs Níelsar. F.v. Melkorka Diljá, Elmar Jóel, Jóhanna Ríkey, Ólafur Níels og Bríet Guðrún vínarbrauðslengja kanilsykur kanill döðlur möndluflögur
Vínarbrauð Ríkeyjar

Vínarbrauð

Jóhanna Ríkey á Fáskrúðsfirði bakaði vínarbrauð og setti mynd á netið. Ég fékk vatn í munninn og hún tók vel í að deila uppskrifinni.

VÍNARBRAUÐFÁSKRÚÐSFJÖRÐURKAFFIMEÐLÆTI

Vínarbrauð Ríkeyjar

1kg hveiti
400 gr sykur
500 gr smjör
2 stk egg
4 tsk lyftiduft
1 dl mjólk
Hnoðað saman og kælt vel, þannig finnst mér best að gera þetta,
læt jafnvel standa í ísskáp í sólarhring…😉

Döðlumauk
2 bollar döðlur
2 ½-3 bollar vatn
1 msk smjör
Allt sett í pott og látið malla rólega þar til þetta verður mauk.
þetta er bara slumpað hjá mér þar sem ég er að laga uppskriftina að
mínu skapi, þið þurfið kannski aðeins að finna ykkur til með þykktina,
betra að hafa þetta þykkt.

Ofaná
Brætt smjör
Kanilsykur
Möndluflögur

A lokum eru vínarbrauðin pensluð vel með smjörinu og möndluflögum stráð öðru megin
Og kanilsykri hinumegin….eða eins og ykkur lystir.. 😊

Ég fer nú ekkert frekar útí hvernig ég flet þetta út, hver hefur sitt lag á því nema að muna að hafa nóg hveiti undir svo þetta klístrist ekki allt við.
Þetta baka ég svo við 200°C í 15-20 mín.

Á giftingardegi Jóhönnu Ríkeyjar og Ólafs Níelsar. F.v. Melkorka Diljá, Elmar Jóel, Jóhanna Ríkey, Ólafur Níels og Bríet Guðrún fyrir framan þau.

.

VÍNARBRAUÐFÁSKRÚÐSFJÖRÐURKAFFIMEÐLÆTI

— VÍNARBRAUÐ RÍKEYJAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Stór eða lítil eyru?

Eyru

Stór eða lítil eyru? Þegar búið er að virða fyrir sér líkamann í heild, er oft fróðlegt að athuga eyrun. Menn með stór eyru eru oft gefnir fyrir grænmeti og fyrirferðamikinn mat. Smáeyrður maður vill oftast heldur kjöt og aðra kjarnmikla fæðu.

Matreiðslunámskeið í Kvennaskólanum á Blönduósi

Matreiðslunámskeið í Kvennaskólanum á Blönduósi. Sléttum sextíu árum eftir að mamma byrjaði í Kvennaskólanum á Blönduósi fór ég þangað og hélt matreiðslunámskeið í sama eldhúsinu og hún lærði í. Það er mjög gaman að skoða skólabygginguna sem er öll hin glæsilegasta. Ég fékk að fara um allt húsið og skoðaði það hátt og lágt.

Meðan við biðum eftir að aðalrétturinn yrði tilbúinn var farið yfir nokkra borðsiði og úr urðu hinar fjörugustu umræður.

Pílates hjá Láru Stefánsdóttur

Pílates hjá Láru Stefánsdóttur. Í vetur fékk ég slæmt skessuskot og ekkert virkaði til að losna almennilega við það. Var búinn að prófa öll trixin mín sem hingað til hafa virkað en það var alltaf örlítill verkur. Næstum því á förnum vegi hitti ég Láru Stefánsdóttur dansara og pílateskennara og við tókum tal saman. Til að gera langa sögu stutta þá hef ég farið til hennar í nokkur skipti og er endurnærður eftir Pílatestímana.

Pistasíukaka – ólýsanlegt hnossgæti

Pistasíukaka Einhverju sinni hringdi Benni í mig og benti mér á köku sem inniheldur sítrónur, pistasíuhnetur og möndlur. Að sögn var hún hreint ólýsanlegt hnossgæti. Samsetningin kom mér forvitnilega fyrir sjónir svo ég stóðst ekki mátið, varð mér úti um uppskriftina og bakaði kökuna á sunnudagssíðdegi við ljúfan undirleik Rásar 1...