Auglýsing
gamaldags Vínarbrauð Ríkeyjar Á giftingardegi Jóhönnu Ríkeyjar og Ólafs Níelsar. F.v. Melkorka Diljá, Elmar Jóel, Jóhanna Ríkey, Ólafur Níels og Bríet Guðrún vínarbrauðslengja kanilsykur kanill döðlur möndluflögur
Vínarbrauð Ríkeyjar

Vínarbrauð

Jóhanna Ríkey á Fáskrúðsfirði bakaði vínarbrauð og setti mynd á netið. Ég fékk vatn í munninn og hún tók vel í að deila uppskrifinni.

VÍNARBRAUÐFÁSKRÚÐSFJÖRÐURKAFFIMEÐLÆTI

Vínarbrauð Ríkeyjar

1kg hveiti
400 gr sykur
500 gr smjör
2 stk egg
4 tsk lyftiduft
1 dl mjólk
Hnoðað saman og kælt vel, þannig finnst mér best að gera þetta,
læt jafnvel standa í ísskáp í sólarhring…😉

Döðlumauk
2 bollar döðlur
2 ½-3 bollar vatn
1 msk smjör
Allt sett í pott og látið malla rólega þar til þetta verður mauk.
þetta er bara slumpað hjá mér þar sem ég er að laga uppskriftina að
mínu skapi, þið þurfið kannski aðeins að finna ykkur til með þykktina,
betra að hafa þetta þykkt.

Ofaná
Brætt smjör
Kanilsykur
Möndluflögur

A lokum eru vínarbrauðin pensluð vel með smjörinu og möndluflögum stráð öðru megin
Og kanilsykri hinumegin….eða eins og ykkur lystir.. 😊

Ég fer nú ekkert frekar útí hvernig ég flet þetta út, hver hefur sitt lag á því nema að muna að hafa nóg hveiti undir svo þetta klístrist ekki allt við.
Þetta baka ég svo við 200°C í 15-20 mín.

Á giftingardegi Jóhönnu Ríkeyjar og Ólafs Níelsar. F.v. Melkorka Diljá, Elmar Jóel, Jóhanna Ríkey, Ólafur Níels og Bríet Guðrún fyrir framan þau.

.

VÍNARBRAUÐFÁSKRÚÐSFJÖRÐURKAFFIMEÐLÆTI

— VÍNARBRAUÐ RÍKEYJAR —

.

Auglýsing