Vínarbrauð Ríkeyjar

gamaldags Vínarbrauð Ríkeyjar Á giftingardegi Jóhönnu Ríkeyjar og Ólafs Níelsar. F.v. Melkorka Diljá, Elmar Jóel, Jóhanna Ríkey, Ólafur Níels og Bríet Guðrún vínarbrauðslengja kanilsykur kanill döðlur möndluflögur
Vínarbrauð Ríkeyjar

Vínarbrauð

Jóhanna Ríkey á Fáskrúðsfirði bakaði vínarbrauð og setti mynd á netið. Ég fékk vatn í munninn og hún tók vel í að deila uppskrifinni.

VÍNARBRAUÐFÁSKRÚÐSFJÖRÐURKAFFIMEÐLÆTI

Vínarbrauð Ríkeyjar

1kg hveiti
400 gr sykur
500 gr smjör
2 stk egg
4 tsk lyftiduft
1 dl mjólk
Hnoðað saman og kælt vel, þannig finnst mér best að gera þetta,
læt jafnvel standa í ísskáp í sólarhring…😉

Döðlumauk
2 bollar döðlur
2 ½-3 bollar vatn
1 msk smjör
Allt sett í pott og látið malla rólega þar til þetta verður mauk.
þetta er bara slumpað hjá mér þar sem ég er að laga uppskriftina að
mínu skapi, þið þurfið kannski aðeins að finna ykkur til með þykktina,
betra að hafa þetta þykkt.

Ofaná
Brætt smjör
Kanilsykur
Möndluflögur

A lokum eru vínarbrauðin pensluð vel með smjörinu og möndluflögum stráð öðru megin
Og kanilsykri hinumegin….eða eins og ykkur lystir.. 😊

Ég fer nú ekkert frekar útí hvernig ég flet þetta út, hver hefur sitt lag á því nema að muna að hafa nóg hveiti undir svo þetta klístrist ekki allt við.
Þetta baka ég svo við 200°C í 15-20 mín.

Á giftingardegi Jóhönnu Ríkeyjar og Ólafs Níelsar. F.v. Melkorka Diljá, Elmar Jóel, Jóhanna Ríkey, Ólafur Níels og Bríet Guðrún fyrir framan þau.

.

VÍNARBRAUÐFÁSKRÚÐSFJÖRÐURKAFFIMEÐLÆTI

— VÍNARBRAUÐ RÍKEYJAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hóflega drukkið vín

Hóflega drukkið vín

Hóflega drukkið vín. Þeir sem kunna með vín að fara dreypa á því, ýmist með því að skála fyrir borðhald eða í léttvíni með matnum og drekka a.m.k. eitt vatnsglas á móti hverju glasi af léttvíni. Vörumst að svolgra í okkur víninu.

Rice krispies múffur

Rice krispies múffur. Það sem mér hefur helst þótt að Rice Krispies kökum/múffum er að oft er allt of mikið að sírópi og stundum notaður sykur líka - gleymum ekki að Rice Krispies eitt og sér er hlaðið sykri. Þorbjörg kom með Rice krispies múffur í föstudagskaffið í vinnunni sem voru ekki dýsætar. Annars eigum við að taka höndum saman og minnka sykur í mat.

Sumarleg speltpitsa með þrenningarfjólu

Sumarleg speltpitsa með þrenningarfjólu. Ef eitthvað er þá er auðveldara að vinna með spelthveiti í pitsudeigi en venjulegt hveiti. Pitsa dagsins var sem sé úr spelti og svo var hnoðað upp í deigið með hvítu hveiti. Pitsusósa ofan á, sveppir og gul paprika og þar ofan á rifinn ostur. Þegar pitsan kom úr ofninum var stráð yfir saxaðri steinselju og þrenningarfjólum. Óskaplega sumarlegt og gott

Döðluterta Sóleyjar

Dodluterta

Döðluterta með karamellusósu. Ægigóð terta en bara ef maður fær sér litla sneið – en ég gleymdi mér aðeins og fékk mér tvisvar (eða þrisvar…) ????

SaveSave