
Vínarterta
Vínarterta er sennilega frægasta íslenska kaffimeðlætið í vesturheimi; lagterta með sveskjusultu á milli varð eitt helsta tákn um íslenskan matarmenningararf meðal vesturfaranna í Norður-Ameríku. Tertan samanstendur af sjö lögum af botnum og sveskjusultu á milli. Hún var og er ómissandi kaffimeðlæti þegar fólk af íslensku bergi brotið hittist. Hún hefur þannig orðið tilfinningaleg brú milli gömlu og nýju heimanna.
Ölver Arnarsson komst yfir uppskriftina í gegnum konu frænda síns sem býr í Kanada. Ölver og Anna María konan hans baka vínartertu á hverri aðventu og færa vinum og ættingjum – skemmtileg hefð.
— VÍNARTERTUR — KANADA — SVESKJUSULTA — HEFÐIR —
.



Vínarterta
Botnar:
1 b mjúkt smjör
1 1/2 b sykur
2 egg
1 tsk kardimommur
1 tsk möndluextrakt /möndludropar
1 msk rjómi
smá salt
4 b hveiti
1 tsk lyftiduft.
Fylling:
450 g sveskjur
2 b sykur
1 tsk kardimommur
1/2 b sveskjusafi
1/4 tsk salt
1 tsk vanilla.
Fylling:
Sjóðið sveskur í vatni þangað til þær verða mjúkar, fjarlægið steininn.
Maukið og setjið aftur í pottinn.
Bætið við sykri, kardimommum, sveskjusafa og sjóðið þangað til er orðið að þykku mauki.
Bætið við salti og vanillu
Látið kólna.
Botnar:
Þeytið vel saman smjör og sykur
Bætið við eggjum, kardimommum, möndludropum/extrakt og rjóma.
Blandið salti, hveiti og lyftidufti saman og saman við eggjahræruna.
Skiptið deiginu í jafnþunga bita og fletjið út 7 jafn stóra hringi, 15-20 cm.
Setjið nóg af hveiti þegar þegar deigið er flatt úr.
Bakið í 10 mín við 175°C í um 10 mín.
Eða þangað til botnarnir eru ljósbrúnir.
Látið kólna.
Dreifið sveskjumaukinu á botnana og raðið þeim saman.
Pakkið inn í plastfilmu og síðan í álpappír og geymið í ísskáp í fimm daga.

Ummæli um Vínartertu:
“Few Christmas traditions are as culturally sacred to Canada’s ethnic Icelanders – nor as touchy, for that matter – as the baking of a 150-year-old fruitcake.”
“Vinarterta, which roughly translates to Vienna Cake, is an Icelandic dish that was brought to Canada by Icelandic immigrants.”
“A staple in Icelandic households in Canada and the U.S., vinarterta is all but forgotten back in Iceland.”

— VÍNARTERTUR — KANADA — SVESKJUSULTA — HEFÐIR —
.

