Auglýsing
Riz à l'amande eftirréttur ragga gísla Riz à l’amande ris ala mande mand sveskjur Riz a l´amande sveskjumauk kvennaskóli gísla ragnhildur gísladóttir bogga kvennaskóli kaupmannahöfn Danmörk grautur rís ala mandle
Riz à l’amande eftirréttur

Riz à l’amande eftirréttur

Í gamla daga þótti mikil upphefð fyrir ungar stúlkur að komast á kvennaskóla í Kaupmannahöfn. Stuðmannasöngkonan unglega Ragnhildur Gísladóttir sagði mér frá þessum eftirrétti en hann kom með ungri íslenskri stúlku til landsins fyrir langa langa löngu. Stúlkan sú sem kölluð var Bogga (f.v. tengdamóðir Röggu) hafði lært á einum af þessum kvennaskólum í Kaupmannahöfn. Þið megið gjarnan deila þessum frábæra jólaeftirrétti á Facebókinni, Pinterest og víðar.

.

RAGGA GÍSLADANMÖRKHRÍSGRJÓNEFTIRRÉTTIRJÓLINMÖNDLUGRAUTUR

.

Riz à l’amande eftirréttur

Riz à l’amande:

1 1/2 dl grautargrjón
1/2 l mjólk
1 tsk vanilla
2 msk sykur
1/2 tsk salt
1 peli rjómi þeyttur
1 msk möndluflögur

Sveskjumauk:

2 b sveskjur

vatn

smá salt

2 msk Grand Marnier

 

ca 20 makkarónukökur

1 1/2 dl portvín

100 g marsipan

Setjið hrísgrjón, mjólk, vanillu, salt og sykur í pott og sjóðið í um 30 mín. Kælið.

Þeytið rjómann og blandið honum saman við grautinn ásamt möndluflögunum.

Saxið sveskjurnar og setjið í pott ásamt vatni, salti og Grandi. Sjóðið í um 10 mín. Kælið.

Myljið makkarónukökurnar og setjið í botninn, hellið portvíni yfir. Dreifið sveskjumaukinu þar yfir. Skerið marsípanið í sneiðar og leggið yfir. Setjið Riz à l’amande yfir. Skreytið t.d. með jarðarberjum, sveskjum og vínberjum.

Riz à l’amande eftirréttur
Ris a la mande
Riz à l’amande eftirréttur
Úr þættinum LÍFIÐ ER LJÚFFENGT

— RIZ Á L´AMANDE EFTIRRÉTTUR — 

🌲🌲🌲

Auglýsing