Einsi kaldi í Vestmannaeyjum #Ísland

Einar Björn Árnason einsi kaldi veitingahús saltfiskréttur saltfiskur fiskréttir veitingastaðurinn einsi kaldi vestmannaeyjar heimaey
Með aðalmanninum Einari Birni Árnasyni, Einsa kalda

Einsi kaldi í Vestmannaeyjum

Frjálsleg stemning og ljúffengur matur einkennir veitingahúsið Einsa kalda í Eyjum. Kokkarnir komu sjálfir fram með réttina með aðstoð þjónanna og útskýrðu hvern rétt vandlega.

VESTMANNAEYJAREINSI KALDI —  FERÐAST UM ÍSLAND

.

Við völdum smakkmatseðil dagsins. Fengum tvo forrétti, tvo aðalrétti og eftirrétt. Seðillinn er settur saman úr því besta sem kokkarnir bjóða upp á í hvert sinn. Þvílík veisla.

Einsi kaldi – Rósakál í bjórlegi með engifer, chili, hvítlauk og möndlum
Einsi kaldi – Þorskkinnar í tempura, kasjúhnetur, trönuber, sellerý og fleira góðgæti
Einsi kaldi – Bacalhau à Brás, saltfiskur með portúgölskum hætti. Kartöflur, ólífur, laukur, sólþurrkaðir tómatar og ólífuolía

Einsi kaldi kom og sagði okkur fá portúgalska saltfiskréttinum, Bacalhau à Brás. Einar var í Portúgal og vann þar á nokkrum stöðum og lærði betur að matbúa saltfisk eins og heimamenn gera. Niðurstaðan varð himnesk, við næstum því emjuðum yfir salinn þegar við brögðuðum hann.

Einsi kaldi – Þorskhnakki með hvítsúkkulaðikartöflumús, villisveppum, beikoni, kínóa og hvítvínssmjörsósu
Einsi kaldi – Hindberjabrownies. Pekanhnetur, súkkulaði og hindberjaís

Við ferðaþríeykið viljum gjarnan heyra frá fleirum í  ferðaþjónustunni

Ýmislegt í Eyjum: HERJÓLFURGOTT –  ELDHEIMAR – SLIPPURINN — ÉTA — LAVA GUESTHOUSESAGNAHEIMARLANDLYSTEINSI KALDISÆHEIMARLANDAKIRKJASTAFKIRKJARIBSAFARIFUGLASKOÐUNARHÚSSKANSINN
.
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Grillað og ofnbakað acorn grasker

Grillað og ofnbakað acorn grasker. Í grænmetisdeildinni í Gló í Fákafeni má oft finna grænmeti sem ekki sést í öðrum búðum. Á dögunum sá ég þar grasker sem ég hafði ekki séð áður, acorn grasker. Veit því miður ekki hvað það heitir á íslensku eða yfir höfuð hvort það hefur fengið íslenskt nafn. Stóðst ekki mátið og keypti tvö.