Einsi kaldi í Vestmannaeyjum #Ísland

Einar Björn Árnason einsi kaldi veitingahús saltfiskréttur saltfiskur fiskréttir veitingastaðurinn einsi kaldi vestmannaeyjar heimaey
Með aðalmanninum Einari Birni Árnasyni, Einsa kalda

Einsi kaldi í Vestmannaeyjum

Frjálsleg stemning og ljúffengur matur einkennir veitingahúsið Einsa kalda í Eyjum. Kokkarnir komu sjálfir fram með réttina með aðstoð þjónanna og útskýrðu hvern rétt vandlega.

VESTMANNAEYJAREINSI KALDI —  FERÐAST UM ÍSLAND

.

Við völdum smakkmatseðil dagsins. Fengum tvo forrétti, tvo aðalrétti og eftirrétt. Seðillinn er settur saman úr því besta sem kokkarnir bjóða upp á í hvert sinn. Þvílík veisla.

Einsi kaldi – Rósakál í bjórlegi með engifer, chili, hvítlauk og möndlum
Einsi kaldi – Þorskkinnar í tempura, kasjúhnetur, trönuber, sellerý og fleira góðgæti
Einsi kaldi – Bacalhau à Brás, saltfiskur með portúgölskum hætti. Kartöflur, ólífur, laukur, sólþurrkaðir tómatar og ólífuolía

Einsi kaldi kom og sagði okkur fá portúgalska saltfiskréttinum, Bacalhau à Brás. Einar var í Portúgal og vann þar á nokkrum stöðum og lærði betur að matbúa saltfisk eins og heimamenn gera. Niðurstaðan varð himnesk, við næstum því emjuðum yfir salinn þegar við brögðuðum hann.

Einsi kaldi – Þorskhnakki með hvítsúkkulaðikartöflumús, villisveppum, beikoni, kínóa og hvítvínssmjörsósu
Einsi kaldi – Hindberjabrownies. Pekanhnetur, súkkulaði og hindberjaís

Við ferðaþríeykið viljum gjarnan heyra frá fleirum í  ferðaþjónustunni

Ýmislegt í Eyjum: HERJÓLFURGOTT –  ELDHEIMAR – SLIPPURINN — ÉTA — LAVA GUESTHOUSESAGNAHEIMARLANDLYSTEINSI KALDISÆHEIMARLANDAKIRKJASTAFKIRKJARIBSAFARIFUGLASKOÐUNARHÚSSKANSINN
.
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.