OTO lætur ekki mikið yfir sér frá Hverfisgötunni, en þegar inn er komið birtast vandaðir innviðir, fallegur mjúkur viður og manni líður strax svolítið eins og það sé tekið utan um mann. Alls staðar var þétt setið, sem er svo sem ekki að undra miðað við það orð sem fer af staðnum, en hann er mun stærri en hann sýnist að utan. Þjónusta var sérlega hlýleg og vingjarnleg. Hægt er að fá fjölréttamáltíð af matseðli valda af kokkinum fyrir allt borðið. Maturinn reyndist sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana!
Auglýsing
Matseðillinn er undir japönskum og ítölskum áhrifum og varð að algjöru matarævintýri. Enn og aftur urðum við undrandi á gróskunni í veitingahúsum hér á landi, þarna eru vönduð vinnubrögð eins og best verður á kosið, þar sem smáatriðin skipta máli, hugmyndaauðgi og yndislegt viðmót. Í alvöru, við ættum að selja ferðamönnum ferðir til Íslands sem eru skipulagðar í kringum matarupplifun, þar yrði OTO frábær viðkomustaður.
OTO á Hverfisgötu í ReykjavíkVið fengum þrjá hressandi óáfenga kokteila: Bitsu úr rauðrófum, mintu og lime, Geisha úr plómum og yuzu og Midori með vanillu, lime og sítrónu.Bikini. Prosciutto di Parma, truffluhunang og parmigianoSilkimjúkt Hokkaido japanskt mjólkurbrauð með hvítlaukssmjöri með tofu, hunangi, sesamfræjum, fáfnisgrasi og olíu, einnig smábolla með parmesan og parmaskinku.Dádýra-tataki með sesamfræjum, sætu chili, aðalbláberjum og pekan hnetum, mjög gómsætt.Tveir hörpuskeljaréttir: Grilluð hörpuskel frá Breiðafirði, með blöðrukáli, ponzu og togarashi (sterk japönsk kryddblanda) og tartar hörpuskel með kavíar o.m.fl.Humar cappelletti (pasta formað eins og pínulitlar húfur, cappelli eru nefnilega húfur), yuzu kosho (japanskt sítruskryddmauk), engiferolía, sítróna, ítalskir kirsuberjatómatarRib eye 300 g með kastaníusveppum, uxahala-ponzu (létt sojasósa blönduð sítrus), hvítlauk og hrísgrjónum í japönskum stílSorbet úr mandarínu, yuzu og sake glögg„Sítróna“ sem var með hvítsúkkulaðihjúp og himnesku kremi inni í og möndlukakaOTO á Hverfisgötu í Reykjavík
OTO á Hverfisgötu í ReykjavíkOTO á Hverfisgötu í Reykjavík